Hvatningarátakið Göngum í skólann hefst á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 8. september, hefst hvatningarátakið GÖNGUM Í SKÓLANN. Við erum búin að skrá okkur til leiks og þar sem við erum heilsueflandi skóli viljum við hvetja foreldra, nemendur og starfsfólk til virkrar þátttöku. Ýmis fræðsla og hvatning fer fram í skólanum en við hvetjum foreldra til að nýta tækifærið til að hvetja börnin til að koma með virkum hætti í skólann, þ.e.a.s. gangandi, hjólandi eða með strætó.

Einnig gefur þetta gott tækifæri til umferðarfræðslu, en í því skyni bendum við á fræðsluefni á umferd.is Þá geta foreldrar geta nýtt hvatninguna til að ganga og hjóla með börnunum um nærumhverfið, til að kynnast skemmilegum leiðum og stígum. Eins getur verið gaman og fróðlegt að fara í strætóferðir um bæinn í þeim tilgangi að hvetja börnin til að nýta sér þessar fjölbreyttu leiðir til að komast á milli staða í framtíðinni. Nýtum okkur þetta tækifæri til að auka fræðslu og hreyfingu.

Áfram Giljaskóli!