Hvalaþema í 4. bekk

Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur í 4. bekk verið að læra um hvali í Byrjendalæsi samþætt við aðrar námsgreinar.

Unnin hafa verið verkefni tengd markmiðum í ýmsum námsgreinum og mikil skapandi vinna farið fram. Nemendur hafa smíðað sér hvalasmjörhníf í smíðum og málað skuggamyndir af hvölum í sjónlistum. Nemendur hafa aflað sér allskyns upplýsinga og útbúið veggspjöld sem þeir munu kynna í dag, föstudag. Tæknin hefur að vanda verið mikið nýtt. Áhugi nemenda á viðfangsefninu hefur verið mikill og skilað það magnaðri vinnu. Hvalirnir munu prýða ganga skólans okkur til yndisauka.