Hreyfing og næringarfræði

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir krakka og unglinga og skiptir hún miklu máli fyrir heilsuna. Ég hef mikinn áhuga á íþróttum og finnst þær mjög skemmtilegar. Mér finnst íþrótta- og sundaðstaða Giljaskóla vera mjög góð, en samt eru nokkur atriði sem mættu vera betri. 

Kenndar eru íþróttir á unglingastigi tvisvar í viku og eru tímarnir kynjaskiptir og finnst mér það sniðugt. Tímarnir eru aðeins í eina kennslustund sem er 40 mínútur, en mér finnst að íþróttatímarnir mættu vera lengri t.d. í 60 – 80 mínútur.  Fyrst hitum við upp með smá hlaupi síðan þarf kennarinn að útskýra hvað við eigum að gera og það tekur sinn tíma. Svo þegar við byrjum eru u.þ.b. 25 mín. eftir af tímanum.  Mér finnst mjög gott hvað íþróttatímarnir okkar eru fjölbreyttir og hvað kennarinn kynnir vel fyrir okkur íþróttina sem við förum í.  Ég vil samt sjá fjölbreyttari upphitunaræfingar og léttar æfingar en ekki bara hlaup.  Það væri mjög gott ef okkur væri kennt meira af styrktaræfingum og tækni í þeim.  Ég hef líka gaman af þrautabrautum sem líkjast skólahreystisbraut og gaman væri að gera það oftar.  Ef tímarnir yrðu lengdir væri t.d. hægt að hjóla niður á frjálsíþróttavöll og hlaupa þar.  Í lok tímans teygjum við aldrei á en það er mjög mikilvægt þó það sé bara í stutta stund.  Mér fyndist áhugavert og spennandi ef við fengjum fræðslu í næringarfræði og hvernig við getum notað hana til að bæta heilsu okkar. Kennsla í næringarfræði útskýrir fyrir krökkum afhverju rétt næring skiptir svo miklu máli bæði fyrir líkamlega og andlega líðan og árangur í námi og íþróttum.

 Í Giljaskóla er sund kennt einu sinni í viku í Akureyrarlaug því mikilvægt er að vera vel syndur.  Hins vegar eru krakkar á unglingastigi orðin vel synd og óþarft fyrir okkur að fara í sundkennslu í hverri viku eins og fyrir krakka í 1.-7. bekk.  Sund er mjög gott fyrir allan líkamann og mjög frískandi. Það myndi strax muna að hafa sundkennslu bara aðra hverja viku eða að hafa stráka fyrri hluta vetrar og stelpur seinni önnina eða öfugt.

Mér finnst íþróttakennsla og aðstaða í Giljaskóla mjög góð en íþróttatímarnir mættu vera lengri því þá fáum við meira út úr tímanum. Síðan mætti legga minni áherslu á sundið á unglingastigi þar sem við erum nú þegar orðin vel synd.

Elín Lind Gautadóttir 8. SKB