Heimaskóli - skipulag 4. - 10. bekkur

Skipulag náms nemenda í 4. - 10. bekk hefur verið sett á vefsíðu, tengill á hana "Heimaskóli" er á heimasíðu skólans. Þessari síðu er ætlað að auðvelda nemendum og foreldrum aðgengi að námsefni og upplýsingum.  

Þó svo skóladagurinn sé óhefðbundinn eiga allir að vera með sín námsgögn ásamt þeim verkefnum sem kennarar leggja til. Eins og staðan er núna vinnur unglingastigið alfarið heima og aðrir þeir nemendur sem eru heima eru/verða í rafrænum samskiptum við kennarana sína. Kennarar verða í sambandi við foreldra/nemendur um nánara skipulag. 

Það er afar mikilvægt að vera í góðu sambandi við skólann og kennarana til að hafa sem bestar upplýsingar um nám nemanda meðan á þessu fyrirkomulagi stendur.