Hátíðarhöld í Giljaskóla

Nú stendur árshátíð Giljaskóla fyrir dyrum. Árshátíðir nemenda verða haldnar í íþróttasal skólans fimmtudaginn 24. mars, miðvikudaginn 30. mars og fimmtudaginn 31. mars kl. 17:00. 
Aðgangseyrir er 500 krónur fyrir fullorðna og gesti. Nemendur í Giljaskóla og yngri börn borga ekki aðgangseyri. Selt er inn við innganginn í íþróttahúsinu. Það er ekki posi á staðnum.

Aðgangseyririnn skiptist á milli sérdeildar og 1. - 9. bekkja og er nýttur til vorfagnaða. 

Foreldrasýningar í íþróttasal Giljaskóla verða sem hér segir;
Fimmtudag 24. mars kl. 17:00 sýning stuttmynda nemenda í 8. - 10. bekk; afrakstur stuttmyndadaga.
Miðvikudag 30. mars kl. 17:00 sýna: Sérdeild og 1. - 7. bekkur 
Fimmtudag 31. mars kl. 17:00 sýna: Sérdeild og 1. - 7. bekkur 

Árgangarnir sýna ýmist í heilu lagi eða tvískipt og munu foreldrar fá nánari upplýsingar frá umsjónarkennurum um það á hvorri sýningunni börn þeirra sýna. Myndband frá nemendum sérdeildar verður sýnt á báðum sýningum. 

Sýningar nemenda munu taka um það bil eina klukkustund. 
Sjoppa verður opin í íþróttasalnum á stuttmyndasýningunni fimmtudaginn 24. mars en að loknum sýningum 30. og 31. mars verður kaffisala á vegum 10. bekkjar í sal skólans til styrktar ferðasjóði bekkjarins.

Kaffi og meðlæti kostar 1500 krónur fyrir fullorðna og nemendur í 8. - 10. bekk, 500 krónur fyrir nemendur í 1. - 7. bekk og yngri börn fá frítt. 

Árshátíðarball fyrir nemendur í 7. - 10. bekk verður föstudagskvöldið 6. maí. Nánar auglýst síðar. 

Við vonum að allir sjái sér fært að mæta og eiga góða stund í skólanum með börnum sínum.