Gulur dagur 10. september

Gulur dagur verður haldinn um allt land 10 september. Á þessum degi eru 
allir landsmenn sem geta, hvattir til að taka þátt og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Við hvetjum alla til þess að taka þátt með því t.d. að klæðast gulu, skreyta sig gulu og/eða með því að skreyta með gulu og skapa með því hlýja, gul og glaða stemmingu.