Giljaskóli settur 22. ágúst kl. 10

Kæru nemendur 2. - 10. b. og foreldrar / forráðamenn 

Giljaskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 10:00. 

Við byrjum í íþróttasal skólans þar sem Kristín skólastjóri setur skólann. Síðan fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í kennslustofur og eiga samtal um skólastarfið sem framundan er.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst. 

Nemendur í 1. bekk og foreldrar þeirra hitta umsjónarkennara í samtölum 22. og 23. ágúst. Foreldrar munu fá bréf um það frá umsjónarkennurum.