GILJASKÓLI OG NAUSTASKÓLI FYRSTU RÉTTINDASKÓLARNIR Á AKUREYRI

Réttindaskóli er hugmyndafræði sem UNICEF á Íslandi heldur utan um en þar er lögð áhersla á að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Nú á vordögum hófst undirbúningur vegna innleiðingar Réttindaskóla UNICEF á Akureyri og fyrstu skólarnir sem taka þátt eru Giljaskóli og Naustaskóli. Grunnforsendur Barnasáttmálans verða útgangspunktur í allri ákvarðanatöku í skóla- og frístundastarfi Réttindaskólanna.  Framundan er skemmtileg vegferð skólasamfélagsins. Til hamingju Giljaskóli og Naustaskóli!