Giljaskóli - kostir og gallar

Í  Giljaskóla eru bæði kostir og gallar og það er það sem ég er að fara að tala um.

Skólatölvurnar eru rusl og þá meina ég rusl. Það tekur svo mikinn tíma að kveikja á þeim og þær eru orðnar eldgamlar og hægar. Mér finnst eins og það ætti að kaupa nýjar ódýrar tölvur sem virka betur en þessar tölvur eða kaupa lyklaborð á spjaldtölvurnar. Svo að við getum tengt lyklaborðið við spjaldtölvurnar. Ef það er ekki hægt að gera það þá þarf að kaupa nýjar skólatölvur. Það þarf líka að endurnýja sófana i Dimmuborgum af því  að þeir eru orðnir rifnir og gamlir og þeir geta verið mjög óþægilegir. Af hverju fá ekki  allir á unglingastigi sína eigin skólaspjaldtölvu sem má fara með heim og til að gera heimavinnu og fleira? Þá þarf maður ekki alltaf að logga sig inn og eyða miklum tíma í að finna verkefnið og í staðinn fyrir að hafa bara eitthvað forrit sem er hægt að vinna alla ,heimavinnuna. Þetta er gert á mörgum stöðum á Íslandi. En það eru líka kostir. Íþrótta- og fimleikahúsið er besti kostur Giljaskóla af því að húsið er mjög stórt og mjög gott og þar er bara mjög gott að vera í íþróttum. Svo er þetta íþróttahús það besta á Akureyri eða á Íslandi. Mér finnst eins og námið ætti að vera breytt eða bara  pínu skemmtilegra  því að ef námið væri auðveldara þá væri skemmtilegra að læra og maður myndi örugglega læra meira til dæmis kahoot úr því eða eitthvað skemmtilegt. Það eru nokkrir kennarar byrjaðir að gera námið skemmtilegra og nota Quizlet og kahoot, Quizlet  er góð heimavinna fyrir próf.

 

Giljaskóli er góður skóli en  það eru nokkrir gallar við hann og það eru líka kostir.

 

Kristófer Logi Jónsson 8.SKB