Fréttir frá sjónlistum

Áhrif plastmengunnar á líf í vatni

Á haustdögum tók Sandra Rebekka sjónlistakennari á móti doktornum og listamanninum Katharine Owens frá Bandaríkjunum. Katharine hefur eytt lunganum að ferlinum sínum í að rannsaka plastmengun en í dag vinnur hún að því að vekja fólk og stjórnmálamenn sérstaklega um áhrif plastmengunar á líf í sjó þegar dýr innbyrða plast eða festast í plasti. Það gerir hún með því að sauma plast á efni og gerir þannig portrett myndir af dýrategundum sem verða fyrir hvað mestum áhrifum af plasti. Hér má lesa um verkefnið og sjá dæmi af verkum. Þar sem verkin endurspegla raunstærð dýranna, ferðast Katharine um og leyfir almenningi að taka þátt í stærri verkum. Sem stendur er hún að vinna að portretti af langreyð. Nemendur í 5. 7. og 10. Bekk fengu kynningu á verkefninu frá Katharine og fengu í kjölfarið að taka þátt í einum parti af verkinu.

Sjötta hvert barn

UNICEF stendur fyrir listasýningunni Sjötta hvert barn en tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á því að eitt af hverjum sex börnum í heiminum býr við afleiðingar stríðs og átaka. Réttindaskólar UNICEF á Íslandi taka þátt í sýningunni og eru það nemendur á miðstigi sem teikna myndir af börnum og verður sjötta hver mynd merkt sérstaklega til þess að tákna þennan mikla fjölda. Sýningin verður notuð sem vettvangur til fjáröflunar í neyðarsjóð, UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, fyrir börn í stríði. 5., 6. og 7. Bekkur fékk kynningu frá UNICEF þar sem börn spyrja spurninga sem varða börn í stríði. Myndbandið má sjá hér. Sýningin verður haldin á höfuðborgarsvæðinu en nánari upplýsingar berast síðar.