Fræðsluráð veitir viðurkenningar

Á miðvikudaginn 2. júní veitti fræðsluráð Akureyrarbæjar viðurkenningar þeim sem hafa skarað sérstaklega fram úr í skólastarfi.
Þrír starfsmenn frá Giljaskóla, þær Steinunn Línbjörg, Thelma Snorra og Inga Dís hlutu viðurkenningu fyrir nemendastýrð námssamtöl. 
Inga Dís fékk einnig viðurkenningu fyrir nýstárlega kennsluhætti og skapandi verkefni.
Óskum við þeim innilega til hamingju.
Hér má sjá frétt um þennan viðburð á heimasíðu Akureyrarbæjar