Fræðsluefni um rafhlaupahjól og notkun þeirra frá Samgöngustofu

Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist að undanförnu hér á landi og höfum við hjá Samgöngustofu tekið saman upplýsingar um notkun þeirra og öryggi á www.samgongustofa.is/rafhlaupahjol. Við hvetjum kennara til að ræða við nemendur sína, sýna myndina, fara yfir fræðsluefnið og taka þetta til umræðu í skólanum. Þá óskum við eftir ykkar aðstoð við að koma þessu á framfæri á heimasíðu skólans, senda áfram til forsjáraðila, foreldrafélaga, nemendafélaga, starfsfólks skóla og frístundaheimila.