Fræðsla gegn einelti í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti

Eplin hans Peabodys er ein bókanna sem unnið er með.
Eplin hans Peabodys er ein bókanna sem unnið er með.

Þann 8. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti.
Af því tilefni nýttum við liðna viku til að vinna samkvæmt nýrri fræðsluáætlun okkar gegn einelti. Góð fræðsla eykur vitund barna um einelti og getur komið í veg fyrir að það eigi sér stað. Giljaskóli býr yfir góðri viðbragðsáætlun gegn einelti en það er alltaf markmið okkar að þurfa ekki að virkja hana. 
Fræðsluáætlunin okkar gengur út á það að á þessum degi fái hver einasti árgangur skólans fræðslu sem miðar að aldri þeirra. Unnið út frá sögum, leikritum eða bíómyndum sem á einhvern hátt fjalla um samskipti og einelti. Við væntum þess að þessi viðbót komi sterk inn í forvarnarstarfið okkar.