Eyðublað til að tilkynna einelti eða grun um einelti

Nú er komið á heimasíðu Giljaskóla eyðublað sem hægt er að nota til að tilkynna einelti eða grun um einelti. Hlekkinn er að finna á forsíðu heimasíðunnar undir "tenglar". Við hvetjum aðila skólasamfélagsins til að nýta þennan hlekk eða hafa samband við umsjónarkennara ef grunur vaknar um einelti. Rafrænar tilkynningar berast til námsráðgjafa sem er aðili í aðgerðarteymi skólans. Fer erindið þá fyrir aðgerðarteymið og vinnur teymið ásamt umsjónarkennara og foreldrum að könnun og úrlausn málsins. Unnið eftir aðgerðaráætlun skólans gegn einelti. Við hvetjum foreldra til að kynna sér þá áætlun sem er að finna hér á heimasíðu skólans.