Ekki skíðadagur í dag

Fjallið er ekki lokað en það er 6-9 metra/sek vindur, -7 gráðu frost, lítið skyggni, kyngir niður snjó þannig að það sem hefur verið troðið er orðið þungfært á einum og hálfum tíma. 

Aðstæður eru því afar erfiðar og neyðumst við til að hætta við skíðaferð dagsins.

Kennsla er því í dag samkvæmt stundaskrá (eðlilegt að einhverjir verði seinir í fyrsta tíma).

Skoðað verður að fara með 1. – 8. bekk á morgun 1. feb.

Afsakið hvað okkur bárust upplýsingar seint og fréttin birtist seint.