Brunaæfing í Giljaskóla 27. maí 2025

Í dag, 27. maí var haldin brunaæfing í Giljaskóla. Í stuttu máli gekk rýmingin eins og í sögu, allir öruggir með sitt hlutverk. Að þessu sinni mætti slökkviliðið með körfubíl og ,,bjargaði" 10. bekk út um glugga á þriðju hæð skólans. Af reynslusögum nemenda í 10. bekk gekk vel að fara niður stigann úr kranabílnum en þetta var samt ,,óhugnarlegra" heldur en þau áttu von á.

Eftir brunaæfinguna fóru nemendur aftur inn í sínar kennslustofur og héldu áfram sinni iðju áfram.