Ball fyrir 1. - 4. bekk

Fimmtudaginn 2. maí ætlar 10. bekkur að halda náttfataball fyrir nemendur yngsta stigs frá kl. 17-18:30.

Nemendum er boðið að koma í náttfötum eða kósýgöllum og gera sér dagamun. Tónlist verður í salnum, nemendur 10. bekkjar stjórna leikjum og boðið verður upp á myndasýningu í Dimmuborgum fyrir þá sem vilja hafa það náðugra eða hvíla sig frá dansinum um stundarsakir. 

Aðgangseyrir er 500 kr. Einnig verður sjoppa á staðnum og er eftirfarandi í boði:

- Svali á 150 kr.

- Popp á 150 kr.

- Mars á 150 kr.

- Þristur á 100 kr.

- Trítlar á 200 kr.

Bangsar eða hvers kyns tuskudýr eru velkomin með en æskilegt er að þau séu merkt með nafni og jafnvel símanúmeri.

Foreldrar þeirra sem ekki treysta sér einir á slíka samkomu eru einnig mjög velkomnir og þurfa ekki að greiða aðgangseyri.

Hlökkum til að sjá sem flesta!

10. bekkur