Að stunda hreyfingu

Ég hef mjög gaman af íþróttum og skólaíþróttum þar með talið. Mér finnst mjög gaman hvað það er mikil fjölbreytni í íþróttatímunum hér í Giljaskóla og íþróttakennararnir eru að standa sig vel í að halda hreyfingu að okkur krökkunum. Þeir eru líka mjög duglegir að fylgjast vel með og leiðbeina okkur í tímunum.

 

Persónulega myndi mér finnast gaman að fá að læra meira um íþróttir. Læra um  mikilvægi hreyfingar, um vöðvana, meiðsli, hvað á að gera til þess að forðast meiðsli og vinna úr þeim. Fá að vita meira um mataræði og næringu. Ég held að það sé mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að læra um áhrif hreyfingar og þjálfunar á helstu líffæri eins og hjarta, lungu, vöðva og taugakerfi. Eiginlega að læra bóklega um íþróttir. Þetta gæti til dæmis verið í lífsleikni eða samfélagsfræði. Gaman væri að kynnast íþróttum sem fáir þekkja og stunda í stað þess að vera oft í sömu íþróttagreinunum. Mér finnst fótbolti, körfubolti og bandý hafa of mikið vægi í þessum tímum. Einnig finnst mér að íþróttatímar mættu vera lengri. Þó svo að það væri ekki nema 20 mínútur í viðbót við hvorn tíma. Það fer þó nokkuð af tímanum í það að hita upp og skrá mætingu, þar fer dýrmætur tími til spillis. Það er líka frábært hvernig við krakkarnir á unglingastigi getum valið íþróttirnar okkar sem eina kennslustund og kallast það val. Á vorin og haustin erum við í úti íþróttum þegar gott er í veðri. Við æfum okkur fyrir Norræna skólahlaupið, spilum fótbolta á flotta gerfigrasvellinum og förum í marga skemmtilega hreyfileiki. Það væri gaman að fá að fara stöku sinnum yfir veturinn og kynnast vetraríþróttum.

 

Það er rosalega frábært í íþróttum í Giljaskóla. Ég myndi vilja fræðast meira um íþróttir og hreyfingu. Íþróttatímar mættu vera aðeins lengri og gaman væri að kynnast vetraríþróttum.

                       

Agnes Vala Tryggvadóttir 8. RK