7. bekkur Giljaskóla hafnaði í 8. sæti í Word Mania

Árlega er haldin gríðarstór keppi á heimsvísu í boði Literacy Planet. Keppnin kallast Word Mania og snýst um að búa til eins mörg orð á ensku og hægt er úr fyrirframgefnum stöfum. 7. bekkur komst áfram í úrslit en einungis 50 skólar komast áfram. Þetta er í annað sinn sem þessi árgangur tekur þátt og hafnaði hann í 8. sæti þetta árið. Þetta er gríðarlega góður árangur hjá krökkunum og erum við mjög stolt af þeim. Við óskum þeim innilega til hamingju ❤️