Reglur fyrir parkið

Í haust kom nýtt og glæsilegt skatepark við Giljaskóla. Nemdur skólans og krakkar í hverfinu höfðu lengi beðið eftir þessu og loksins er það komið. Það er rétt hjá gervigrasvellinum og staðsetningin  er  góð, næg lýsing og alltaf einhverjir á gervigrasvellinum eða á skólalóðinni.

Það er fínt að það er komið park í Giljaskóla en mér finnst vanta reglur fyrir það. Til dæmis vegna þess að það  eru krakkar að leika á parkinu sem eru hvorki á hlaupahjóli, hjólabretti né hjóli og þeir eru fyrir. Maður segir þeim oft að færa sig en þeir  gera það ekki og svo sitja þeir  líka oft á pöllunum en ekki á bekknum sem við tókum af göngustígnum rétt fyrir ofan. Það væri nú gott ef það kæmi sérstakur bekkur fyrir parkið, leiðinlegt að hafa tekið bekkinn af stígnum þar sem kannski gamalt fólk myndi vilja sitja og hvíla sig. En kannski fer það bara að horfa á krakkana leika sér í staðinn og ég er viss um að það gæti þeim fundist gaman.

Svo er ég ánægður með að það er komin lýsing á parkið á kvöldin. Það  væri líka góð hugmynd að setja myndavél á ljósastaur til að sjá ef einhver skyldi eyðileggja eða gera eitthvað við parkið. Svo mætti fólk líka vera duglegra að henda í ruslatunnuna. Það er nauðsynlegt að það séu einhverjar reglur við parkið til að segja hvað má og hvað má ekki. Þær verða að vera sanngjarnar.

Hér er tillaga að reglum:

Skate Park Reglur

  • Þetta park er án eftirlits
  • Heimilt fyrir hjólabretti, BMX reiðhjól, hlaupahjól, ekki vélknúin hlaupahjól- engin önnur tæki eða ökutæki heimil
  • Notendur verða að vera búnir hjálmi á öllum tímum
  • Bannað að reykja
  • Ekkert áfengi eða eiturlyf
  • Engin dýr
  • Ekkert veggjakrot eða  límmiðar.
  • Borða og drekka á bekknum eða í  grasi.
  • Bannað að hlaupa um á parkinu

Tómas Orri 9.SKB