Norræna skólahlaupið sett í morgun

Norræna skólahlaupið var sett í Giljaskóla á Akureyri í morgun kl. 10:00. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og er haldið í 34. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi. Hlaupið var vel skipulagt af Giljaskóla og tóku yfir 400 nemendur og starfsmenn þátt. Frétt tekin af heimasíðu ÍSÍ og sjá má fleiri myndir þar.