Göngum betur um í Dimmuborgum

Ég ætla að fjalla um Dimmuborgir, þar sem mér finnst nemendur skólans ekki fara nógu vel með það sem þar er í boði. Dimmuborgir er félagsmiðstöð skólans.

Í Dimmuborgum er oft að finna beygluð og rifin spil, brotna spaða og beyglaðar borðtenniskúlur. Mér finnst oft nemendur ekki fara nógu vel með öll spilin og dótið sem þar er í boði. Mig langar til þess að biðja þá sem fara ekki vel með hlutina að fara vel með þá. Sumir hafa fengið hugmynd um að fá skjávarpa í Dimmuborgir. það er heldur ekki farið nógu vel með sófana þar. Það væri fínt að fá tölfur í Dimmuborgir. Mér finnst annars allt í Dimmuborgum vera fínt. Til dæmis finnst mér mjög gott að hafa teppin sem eru þar. Síðan finnst mér flakkarinn vera mjög fínn. Spilin sem eru í Dimmuborgum eru líka mörg góð. Sjónvarpið er hins vegar frekar lítið og þess vegna væri gott að hafa skjávarpa. Mér finnst gaman að hafa borðtennis í Dimmuborgum og líka poolborðið og fótboltaspilið.

Þar sem nemendur fara ekki nógu vel með hlutina væri gott ef allir myndu passa upp á þá. Ef það væri skjávarpi í Dimmuborgum væri betra að sjá á myndina. spilin sem eru frammi eru góð og er gott að hafa þau þegar maður hefur ekkert að gera.

 

Vaka Egilsdóttir 8. RK