Alltof lítil hreyfing í skólanum

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri. Hún stuðlar að betri heilsu og lífsgæðum, bæði á fyrri og seinni árum ævinnar. Íþróttir og sund eru kenndar í öllum grunnskólum landsins sem er mjög jákvætt fyrir alla grunnskólanemendur. Íþróttaiðkun getur verið mjög kostnaðarsöm og því hafa ekki allir foreldrar ráð á því að leyfa börnunum sínum að stunda  leyfa börnunum sínum að stunda , hafa þar með tækifæri til þess að að hreyfa sig íþróttir utan skóla. Því gera grunnskólarnir börnum kleift að fá hreyfingu þrisvar sinnum í viku án kostnaðar. Eftir því sem við verðum eldri verður námið erfiðara, skóladagarnir lengri og kröfurnar meiri. Mörgum unglingum finnst erfitt að sitja og læra á fullu í um 6-7 klukkutíma á dag, með smá pásu. Því er gott að fá smá útrás í íþróttatímunum. Venjuleg kennslustund er 40 mínútur og gildir það einnig með íþrótta- og sundtímana. En er þetta of lítill tími fyrir börn og unglinga til hreyfingar í skólum í dag?

Frá því að ég byrjaði í grunnskóla hafa íþróttatímarnir verið í mestu uppáhaldi. Við fáum tækifæri til þess að læra nýjar íþróttagreinar sem við höfum aldrei prófað áður sem er mjög gott. Við förum í allskonar leiki sem spilar stórt hlutverk í að styrkja bekkinn sem eina heild og ná fram jákvæðum fíflaskap og fjöri í hópnum. Frá því mín grunnskólaganga byrjaði og þar til núna í 9. bekk höfum við alltaf farið tvisvar sinnum í íþróttir og einu sinni í sund á viku, 40 mínútur í senn. Persónulega finnst mér þetta nægur tími fyrir yngri bekkina í íþróttum en hins vegar alltof lítill tími fyrir eldri bekkina. Mér finnst þetta ekki alveg í réttum hlutföllum. Krakkar sem eru í kringum 13 ára aldurinn eiga að geta hreyft sig mun meira en 6 ára börn. Marga unglinga langar til þess að ná langt í íþróttinni sem þeir eru að æfa utan skóla og horfa því á þessa tíma sem góða aukahreyfingu. En það hafa alls ekki allir þann kost að æfa utan skóla. Tæpar 2 klst. á viku er því alltof lítill tími að mínu mati, í hreyfingu hjá venjulegu barni/ungling.

En nýtast þessir tímar vel þegar þeir eru svona stuttir?

Það tekur oft langan tíma að fá alla krakkana inn í íþróttasal eða ofan í sundlaugina. Eftir það þarf kennarinn að útskýra hvað á að gera í tímanum, segja reglurnar, stilla upp leiknum/áhöldum og fleira. Þetta leiðir til þess að við fáum minni tíma og hreyfum okkur því minna, eða mesta lagi 30 mínútur. Þessi tími getur nýst vel ef við erum í þreki eða annari erfiðari líkamlegri áreynslu. En í íþróttatímum erum við oftast í skemmtilegum leikjum eða læra nýjar íþróttagreinar sem að taka mun meiri tíma í undirbúning, sem er mjög fínt en þar af leiðandi fáum við minni hreyfingu. Bara ef tímarnir væru kannski um 20 mínútum lengri myndu þeir gjörbreytast. Hins vegar finnst mér nóg að vera með einn sundtíma á viku því það eru færri möguleikar á að gera sundtímana fjölbreyttari.

Á hverri önn tökum við próf í sundi og íþróttum. Prófin gera kennurum kleift að sjá hvar við stöndum í líkamlegu formi. Þessi próf hræða marga nemendur mikið. Það eru ekki allir í góðu formi og finnst mörgum unglingum þeir vera minnimáttar og missa því sjálfstraust. Sumir skrópa og missa þar af leiðandi hreyfingu. Sum prófin hef ég aldrei skilið, t.d. handstöðupróf og liðleikapróf. Þótt að einhver geti ekki staðið á höndum og einhver annar er mjög stirður þá eru íþróttakennararnir ekki að fara að láta þá æfa sig að standa á höndum og gera teygjur í íþróttatímum. Mér finnst þessi próf tilgangslaus, þau minnka sjálfstraust hjá mörgum og eyða skemmtilegum íþróttatímum í þokkabót. En annars er flest allt annað frábærir kostir við íþróttatíma í skólanum.

Íþrótta- og sundtímar eru mjög mikilvægir í skólum í dag. Það er gott að fá smá frí frá skólabókunum og hreyfa sig. Mér finnst að íþróttatímarnir ættu að vera mun lengri en þeir eru. Íþróttatímarnir í skólanum eru oft eina hreyfingin sem sumir krakkar fá og því er nauðsynlegt að hafa þá fjölbreytta og krefjandi svo að krakkar taki þátt. Látum íþróttatímana vera skemmtilega þannig að allir hlakki til að mæta í næsta tíma. Meiri hreyfing, heilbrigðari nemendur!

Sigrún Kjartansdóttir 9.SÞ