Fréttir

Lífshlaupið er hafið!

Eins og allir vita er Giljaskóli heilsueflandi grunnskóli. Megintilgangur þess er að vinna að því að nemendur og starfsfólk skólans skapi sér heilbrigðan lífsstíl til frambúðar. Verkefnið felst í hvatningu og leiðbeiningum en ekki boðum og bönnum. Á síðasta ári tóku bæði starfsfólk og nemendur skólans þátt í Lífshlaupinu, sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Lífshlaupið gengur í meginatriðum út á það að hvetja fólk til aukinnar hreyfingar í daglegu lífi. Við höfum skráð okkur til leiks á ný og hefst gamanið í dag, miðvikudaginn 3. febrúar. Öll miðlungserfið og erfið hreyfing telur en nemendur þurfa að ná samtals a.m.k. 60 mínútna hreyfingu á dag (má vera í nokkrum áföngum yfir daginn). Grunnskólakeppnin (keppni nemenda) stendur í tvær vikur en vinnustaðakeppnin í þrjár. Við biðjum ykkur foreldra og forráðamenn að taka virkan þátt í þessu með okkur og hvetja börnin til hreyfingar, hreyfa ykkur með þeim og aðstoða þau við skráningu.
Lesa meira

Símanotkun í unglingadeild Giljaskóla

Símanotkun í unglingadeild Giljaskóla Nokkrir nemendur 10. bekkjar lögðu könnun fyrir nemendur unglingadeildar Giljaskóla um símanotkun. Könnunin var lögð fyrir nemendur þriðjudaginn 26. janúar. Um 89% nemenda í unglingadeild svöruðu könnuninni. Nemendur fóru inn í stillingar í símanum sínum og skoðuðu hve miklum tíma þeir vörðu í símanum sínum laugardaginn 23. janúar og mánudaginn 25. janúar. Enn fremur var skoðað meðaltal síðustu viku, dagana 18.-24. janúar. Svefnþörf unglinga er misjöfn en þeir þurfa
Lesa meira

Forritun í Giljaskóla með styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Giljaskóli hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á menntun í upplýsingatækni og það að nýta möguleika tæknilegra lausna til að auka gæði náms nemenda skólans. Í vor hlaut skólinn styrk frá forriturum framtíðarinnar til kaupa á ýmsum tækjum til forritunar- og tæknikennslu, en meginhlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Giljaskóli hlaut 200.000 króna styrk og þakkar Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir veittan stuðning. Styrkurinn var nýttur til kaupa á Lego WeDo 2.0 en þar fá nemendur tækifæri til að læra undirstöðuna í forritun og ýmislegt um vélbúnað. Nemendur byggja og forrita auðveldar vélar, sem tengjast við tölvu. Einnig voru keyptir drónar, sem taka myndir og myndbönd og Osmo forritunarleikurinn Detective Agency.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Kæra skólasamfélag Giljaskóla Við sendum okkar bestu nýjárskveðjur og hlökkum til samstarfsins á nýju ári! Þann 21. desember kom út ný reglugerð um skólahald og í henni segir að hefja megi skólastarf í grunnskólum samkvæmt stundaskrá eftir áramótin. Við munum hefja skólann þann 5. janúar samkvæmt stundaskrá, allir mæta kl. 8.10 og ganga inn um sinn venjulega inngang. Stefnt er að því að valgreinar á unglingastigi byrji 11. jan. Þann 4. janúar er skipulagsdagur. Við vonum svo sannarlega að nýtt ár 2021 færi okkur okkur öllum gæfu og gleði!
Lesa meira

Hlaðvarpsherbergi - styrkur frá foreldrafélagi Giljaskóla

Foreldrafélag Giljaskóla gaf skólanum nýlega styrk til að kaupa búnað fyrir hlaðvarpsgerð nemenda (podcast). Styrkurinn var nýttur í að kaupa þann búnað sem til þurfti og hefur þetta vakið mikla lukku. Bæði kennarar og nemendur hafa verið duglegir að nýta sér aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp til að nýta í kennslu og til að skila verkefnum. Við erum foreldrafélaginu afar þakklát fyrir þetta frábæra framtak. Það er nauðsynlegt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttum aðferðum til að miðla efni og þjálfist í að koma fram. Að hafa aðgang að hljóðveri gerir okkur kleift að nýta fleiri miðla við verkefnaskil og í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að nýta þetta til að gera kennsluefnið aðgengilegra fyrir nemendur, öllum til hagsbóta.
Lesa meira

Hlaðvarpsherbergi

Foreldrafélag Giljaskóla gaf á dögunum skólanum styrk til að kaupa búnað fyrir hlaðvarpsgerð nemenda (podcast). Styrkurinn var nýttur í að kaupa þann búnað sem til þurfti og hefur þetta vakið mikla lukku. Bæði kennarar og nemendur hafa verið duglegir að nýta sér aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp til að nýta í kennslu og til að skila verkefnum og erum við afskaplega þakklát fyrir þetta frábæra framtak. Það er nauðsynlegt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttum aðferðum til að miðla efni til annara og þjálfist í að koma fram. Að hafa aðgang að hljóðveri gerir okkur kleift að nýta fleiri miðla við verkefnaskil og í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að nýta þetta til að gera kennsluefnið aðgengilegra fyrir nemendur, öllum til hagsbóta.
Lesa meira

Skólahald næstu dagana

Nú hefur heilbrigðisráðherra gefið út að sóttvarnarráðstafanir verði óbreyttar til 9. desember. Við höldum því okkar fyrirkomulagi hér í Giljaskóla þangað til. Stundatöflur nemenda á unglingastigi eru aðgengilegar á heimasíðu skólans undir heimaskóli. Áfram munum við bjóða upp á mat og mjólkuráskrift fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Við leggjum okkur fram um að skapa gleði og góða stemningu hér í skólanum og hugum áfram vel að sóttvörnum. Saman klárum við þetta verkefni.
Lesa meira

Skólahald til og með 1. desember

Nú færumst við nær því að skólastarfið komist aftur í hefðbundið horf. Þó þurfum við að halda út aðeins lengur eða fram til 2. desember og sjá þá hver fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda verða þá. Frá og með næsta mánudegi til og með 1. desember gerum við nokkrar breytingar á skipulaginu sem sjá má hér fyrir neðan:
Lesa meira

Giljaskóli hlýtur viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef

Í dag, á alþjóðlegum réttindadegi barna, hlaut Giljaskóli viðurkenningu sem réttindaskóli UNICEF eftir rúmlega eins árs innleiðingarstarf. Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda upp á daginn á sal skólans eins og við hefðum helst kosið, en í staðinn var í hverjum bekk spilað stutt myndskeið með nokkrum orðum frá framkvæmdastjóra Unicef og skólastjóra. Unnin voru ýmis verkefni tengd barnasáttmálanum í öllum bekkjum. Fulltrúar nemenda í réttindaráði skólans fengu sérstaka viðurkenningu fyrir sín störf og allir árgangar fengu viðurkenningarskjal sem þeir skrifuðu undir. Loks var nemendum boðið upp á skúffuköku í tilefni dagsins. UNICEF hefur verið duglegt að deila ýmsu sniðugu frá starfinu í Giljaskóla á samfélagsmiðlum sínum en instagram reikninginn þeirra má nálgast hér. RÚV kom einnig í heimsókn og tók upp myndskeið og myndir og tók viðtöl við nokkra nemendur í réttindaráði. Við stjórnendur viljum þakka réttindaráði skólans og réttindaskólanefnd fyrir frábær störf í innleiðingarferlinu og við undirbúning þessa dags. Við gleðjumst sannarlega yfir þessum mikilvæga áfanga og vonum að starfshættir okkar munu bera merki réttindaskóla um ókomna tíð.
Lesa meira

Fræðsla gegn einelti í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti

Þann 8. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Af því tilefni nýttum við liðna viku til að vinna samkvæmt nýrri fræðsluáætlun okkar gegn einelti. Góð fræðsla eykur vitund barna um einelti og getur komið í veg fyrir að það eigi sér stað. Giljaskóli býr yfir góðri viðbragðsáætlun gegn einelti en það er alltaf markmið okkar að þurfa ekki að virkja hana. Fræðsluáætlunin okkar gengur út á það að á þessum degi fái hver einasti árgangur skólans fræðslu sem miðar að aldri þeirra. Unnið út frá sögum, leikritum eða bíómyndum sem á einhvern hátt fjalla um samskipti og einelti. Við væntum þess að þessi viðbót komi sterk inn í forvarnarstarfið okkar.
Lesa meira