Fréttir

Skólaslit 5. júní

Skólaslit 1. - 9. bekkjar og sérdeildar: Nemendur mæta í íþróttasal Giljaskóla kl. 9:00 en fara síðan í stofur til að kveðja samnemendur og umsjónarkennara. Gert er ráð fyrir að þetta taki 45 - 60 mín. Foreldrar / forráðamenn eru velkomnir. Útskrift 10. bekkjar: Útskrift 10. bekkjar verður í íþróttasalnum kl. 16:00. Myndataka af útskriftarnemum og kennurum fer fram í íþróttasalnum fyrir athöfn kl. 15:30. Eftir athöfnina verður kaffi í matsalnum fyrir útskriftarnema og aðstandendur. Frístund er lokuð þennan dag.
Lesa meira

Upplýsingar frá Heimili og skóla

Þann 15. maí var haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um var að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Lesa meira

Miðstig Giljaskóla vinnur til verðlauna

Í vetur hafa nemendur á miðstigi tekið þátt í samkeppni á vegum Literacy Planet sem ber heitið Word Mania. Þátttakendur úr skólum frá 78 löndum tóku þátt í að efla læsi og lesskilning í ensku og náðu nemendur Giljaskóla 1.sæti í sínum flokki sem er frábær árangur. Í verðlaun fá þau árs aðgang að Literacy Planet fyrir allan skólann sem kemur sér mjög vel fyrir okkar nemendur á næsta ári. Við óskum þeim að sjálfsögðu innilega til hamingju með þetta flotta afrek.
Lesa meira

UNICEF hreyfing

Í dag fór fram hreyfing hjá okkur í Giljaskóla til styrktar verkefna UNICEF. Allir þeir sem tóku þátt í hreyfingunni fengu svokallaðan "heimspassa" og límmiðarnir inn í honum eru til marks um hversu marga hringi viðkomandi fór. Þeir sem hétu á nemendur geta lagt inn á þessa söfnunarsíðu hér: https://sofnun.unicef.is/team/giljaskoli-hreyfingin-2023 Þess ber að geta að áheitin eru meira til gamans og
Lesa meira

Samvinna barna vegna

Mánudaginn 15. maí kl. 20.15 verður haldinn fundur í Háskólanum á Akureyri um mikilvægi samvinnu foreldra fyrir velferð barna. Um er að ræða fræðslufund fyrir foreldra og forsjáraðila barna á vegum landssamtakanna Heimilis og skóla fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar og mennta- og barnamálaráðuneytisins. Leitað verður svara við spurningum á borð við: Hvernig get ég sem foreldri lagt mitt að mörkum til að
Lesa meira

Leikhópurinn Lotta með sýningu

Leikhópurinn Lotta kom til okkar í heimsókn í morgun og voru með söngvasyrpu fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Tvær ævintýrapersónur voru með atriði úr ævintýraskógi Lottu þar sem sprell, söngur og fjör var í fyrirrúmi. Skemmtu nemendur sér vel og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa sýningu.
Lesa meira

Viðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs

Fræðslu- og lýðheilsuráð Akureyrarbæjar veitti nemendum og starfsfólki leik-, grunn- og tónlistarskóla Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf, skólaárið 2022-2023. Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður, skóli
Lesa meira

Skóladagatal 2023 - 2024

Skóladagatal 2023 - 2024
Lesa meira

Skólahreysti 2023

Skólahreysti fór fram í Höllinni 27. apríl og voru fjórir fulltrúar frá Giljaskóla sem tóku þátt, Alís, Óliver, Ragnhildur og Steinar. Stóðu þau sig mjög vel og lentu í 4. sæti. Vel gert ! Hér má sjá þrautir og úrslit á heimasíðunni skolahreysti.is
Lesa meira

Adel í 7. bekk sigurvegari í vegglistaverkakeppni Braggaparksins

Adel nemandi í 7. bekk stóð uppi sem sigurvegari í vegglistaverkakeppni Braggaparksins. Hann fær að skreyta vegg í Braggaparkinu og þar með bætast í hóp listamannanna Margeirs Dire, Sigþórs V., Hákons Arnar og Osesh One sem nú þegar eiga verk á staðnum. Óskum við honum innilega til hamingju.
Lesa meira