Fréttir

18.06.2018

Skólinn minn Giljaskóli

Þegar að ég var fimm ára og var í leikskólanum Kiðagili kom ég fyrst inn í skólann til að skoða hann með sjötta bekk Giljaskóla. Í honum var bróðir minn sem sýndi mér skólann. Þá var ég rosalega spenntur fyrir því að byrja í skólanum. Núna er ég búinn að vera í Giljaskóla í átta ár og er þar með kominn í áttunda bekk. Giljaskóli er mjög fínn skóli og ég er mjög ánægður með krakkana í skólanum og líka kennarana. Í fyrsta bekk fannst mér vera rosalega stórir krakkar í öðrum bekk. Núna finnst mér þau auðvitað hvorki vera stór né gömul. Í skólanum er staður sem að heitir Dimmuborgir. Þar eyða unglingarnir eyðum og frímínútum. Þar er mikið horft á Simpsons og Fast and the furious og líka aðrar myndir eða þætti. Nemendur í skólanum eru um fjögur hundruð. Í skólanum er frekar stórt bókasafn með allskonar bókum eins og Harry Potter, Lord of the Rings, Hunger games
18.06.2018

Að stunda hreyfingu

Ég hef mjög gaman af íþróttum og skólaíþróttum þar með talið. Mér finnst mjög gaman hvað það er mikil fjölbreytni í íþróttatímunum hér í Giljaskóla og íþróttakennararnir eru að standa sig vel í að halda hreyfingu að okkur krökkunum. Þeir eru líka mjög duglegir að fylgjast vel með og leiðbeina okkur í tímunum. Persónulega myndi mér finnast gaman að fá að læra meira um íþróttir. Læra um mikilvægi hreyfingar, um vöðvana, meiðsli, hvað á að gera til þess að forðast meiðsli og vinna úr þeim. Fá að vita meira um mataræði og næringu. Ég held að það sé mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að læra um áhrif hreyfingar og þjálfunar á helstu líffæri eins og hjarta, lungu, vöðva og taugakerfi. Eiginlega að læra bóklega um íþróttir. Þetta gæti til dæmis verið