Saga Giljaskóla

Saga skólans

1995 Giljaskóli hóf starfsemi í húsnæði leikskólans Kiðagils um haustið  með þrjár kennslustofur, lítið rými fyrir undirbúningsaðstöðu kennara og skrifstofu skólastjóra. Annað starfsmannarými var sameiginlegt með leikskólanum svo og skólalóð.
1996 Þegar á öðru ári var húsnæðið orðið of lítið og var þá bætt við lausri kennslustofu.
1997 Í upphafi var stefnt að því að fyrsti hluti byggingaráfanga nýs Giljaskóla yrði tilbúinn haustið 1997 en það gekk ekki eftir. Þá var fyrirséð að skólinn yrði áfram í Kiðagili með viðbótarhúsnæði í sal leiksólans, en auk þess fékkst lítill sumarbústaður sem nýttur var fyrir skrifstofu skólastjórnenda og sem sérkennslu­rými.
1998 Flutt inn í fyrri hluta fyrsta áfanga nýrrar skólabyggingar, þriggja hæða kennslustofuálmu. Um haustið var skólinn tilbúinn til notkunar seinni hluti fyrsta áfanga, stjórnunarrými og skólavistun. Þá var búið að taka í gagnið um 2.100 m2 en fullbyggður er skólinn um 4.500 m2 auk íþróttahúss. Það var rúmt um nemendur í nýrri skólabyggingu fyrstu tvö árin.
2000 Um haustið var skólahúsnæðið orðið of lítið og þá fengust til viðbótar þrjár lausar kennslustofur. 2001 - 2002 Kennt í hverjum kima og settar saman bekkjardeildir. Auk kennslunnar í húsnæði skólans fór fram íþróttakennsla í Oddeyrarskóla og í íþróttahúsi við Laugargötu. Smíðar voru kenndar í Oddeyrarskóla, sundkennsla í báðum laugum bæjarins og að auki var heimilisfræði fyrir elstu nemendur skólans kennd í Oddeyrarskóla. Haustið 2002 var skólinn loks fullbyggður, fyrir utan íþróttahús, og voru þá teknar í gagnið langþráðar sérgreinastofur. Giljaskóli er nú einsetinn skóli, kennsla hefst kl. 8:00 að morgni. Frístund (skólavistun) er starfrækt frá því að skóla lýkur til kl. 16:15 á daginn en allan daginn þá daga sem hefðbundið skólastarf fer ekki fram.

 

Þróun nemenda- og starfsmannafjölda Giljaskóla

Ár Bekkjadeildir Nemendafjöldi Ný stöðugilid og fjöldi starfsmanna
1995 - 1996 1.-2. 44 Stafsmannafjöldi 8
1996 - 1997 1.-3. og sérdeild 73 Stafsmannafjöldi 15
1997 - 1998 1.-4. og sérdeild 113 Aðstoðarskólastjóri og starfsmannafjöldi 23
1998 - 1999 1.-5. og sérdeild 158 Húsvörður í 100% starf og ritari í 75% starf.  Starfsmannafjöldi 40
1999 - 2000 1.-6. og sérdeild 187 Starfsmannafjöldi 43
2000 - 2001 1.-7. og sérdeild 223 Starfsmannafjöldi 44
2001 - 2002 1.-8. og sérdeild 284 Starfsmannafjöldi 53
2002 - 2003 1.-9. og sérdeild 339 2 deildarstjórar í 50% stöððu hvor, starf ritara í 100% safnkennari 75% námsráðgjafi 50%  Starfsmannafjöldi 61
2003 - 2004 1.-10. og sérdeild 398 Starfsmannafjöldi 69; 2 deildarstjórar í 68 og 75% stöðu; ritari í 100%; safnkennari í 75%; námsráðgjafi 75%
2004 - 2005 1.-10 og sérdeild 407 Starfsamannafjöldi 70; 2 deildarstjórar í 70% stöðu; ritari 100%; safnkennari 75%; námsráðgjafi 75%
2005 - 2006 1.-10 og sérdeild 410

Starfsamannafjöldi 72; 2 deildarstjórar í 70% stöðu; ritari 100%; safnkennari 100%; námsráðgjafi 75%

2006 - 2007 1.-10 og sérdeild 403 Starfsamannafjöldi 73; 2 deildarstjórar í 70% stöðu; ritari 100%; safnkennari 100%; námsráðgjafi 75%
2007 - 2008 1.-10 og sérdeild

383

Starfsamannafjöldi 73; 2 deildarstjórar í 75% stöðu; ritari 100%; safnkennari 100%; námsráðgjafi 75%
2008 - 2009 1.-10 og sérdeild 391  
2009 - 2010 1.-10 og sérdeild 391  
2010 - 2011 1.-10 og sérdeild 398  
2011 - 2012 1.-10 og sérdeild 397  
2012 - 2013 1.-10 og sérdeild 401  Starfsmannafjöldi 66
2013 - 2014 1.-10 og sérdeild 401

 Starfsmannafjöldi 70
2014 - 2015 1.-10 og sérdeild 388 Starfsmannafjöldi 75
2015 - 2016 1.-10 og sérdeild 385 Starfsmannafjöldi 72
2016 - 2017 1.-10 og sérdeild 393 Starfsmannafjöldi 73
2017 - 2018 1.-10 og sérdeild 393 Starfsmannafjöldi 72