Grænfáni Giljaskóla

Giljaskóli fékk afhentan Grænfánann föstudaginn 14.september 2012 frá Landvernd.

 

Undanfarin ár hefur Giljaskóli hugað að umhverfismálum. Vorið 2011 komst skólinn á græna grein sem er fyrsta skrefið í átt að Grænfána. Formlegri umsókn um Grænfánann var skilað inn 1.maí 2012 og síðar í þeim mánuði fengum við staðfest að við munum fá Grænfánnn afhentann í upphafi næsta skólaárs.

Á þessari síðu má m.a. finna myndir, fundargerðir, ýmis verkefni og fróðleik.

Umhverfissáttmáli Giljaskóla:

Nemendur og starfsmenn Giljaskóla einsetja sér að:

· efla umhverfisvitund nemenda, starfsmanna og foreldra

· fara vel með takmarkaðar auðlindir jarðarinnar

· skila sem mestu til baka til jarðarinnar sem frá henni er komið

· sýna náttúru og manngerðu umhverfi virðingu með góðri umgengni

· ganga vel um skólahúsnæði, skólalóð og Giljarjóður

· hvetja til umhverfisvæns ferðamáta í skólasamfélaginu okkar

· fara vel með það sem við eigum og ekki kaupa eða keppast við að eignast það sem við höfum ekki þörf fyrir.