Um námsmat

Námsmatsstefna 

Megintilgangur námsmats er að fylgjast með því hvernig sérhverjum nemanda tekst að ná námsmarkmiðum og örva hann til framfara.  Til þess þarf námsmat að vera hluti af daglegu starfi, einstaklingsmiðað, fjölbreytt, leiðsagnarmiðað og fela í sér sjálfsmat. Auk þekkingar, framfara, skilnings og leikni tekur námsmat til viðhorfa, samskipta og vinnubragða.  Niðurstöður skulu notaðar til að endurskoða markmið og starfshætti nemenda og kennara og veita auk þess foreldrum, viðtökuskólum og yfirvöldum nauðsynlegar upplýsingar.

 „Mat á hæfni og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi, órjúfanlegur frá námi og kennslu. Megintilgangur námsmats er að leiðbeina nemendum um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Með námsmati er fylgst með því hvernig nemendum tekst að ná almennum hæfniviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda.  

Námsmat á einnig að veita nemendum og foreldrum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda, hæfni þeirra, vinnubrögð og framfarir, sem meðal annars má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms“.  (Aðalnámskrá grunnskóla maí 2011)  

Lykilhæfni og námsmat

Lykilhæfniþættir eiga að vera almennt leiðarljós í allri menntun í grunnskóla, bæði formlegri og óformlegri, og í starfsháttum skóla. 

Viðmið um námsmat í grunnskóla 

Í námsmati grunnskóla skal leggja mat á hæfni nemenda innan hvers námssviðs og einnig lykilhæfni sem er sameiginleg öllum námssviðum. Viðmið um hæfni nemenda og matskvarði eru útfærð í námskrám fyrir hvert námssvið og eiga við jafnt í bóklegu námi, verk- og listnámi. Úr aðalnámskrá (bls. 24) 

Nokkrir lykilhæfniþættir í aðalnámskrá

 • Tjá sig

 • Nota þekkingu & leikni

 • Miðla þekkingu & leikni

 • Samræður – rökræður

 • Frumkvæði 

 • Draga ályktanir

 • Áræðni

 • Gagnrýnin hugsun 

 • Vinna sjálfstætt og í samstarfi 

 • Nýta miðla á ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt

 • Ábyrgð á eigin námi

 • Leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu

Lýsing á lykilhæfniþáttum eftir stigum

Hversu mikið leggja nemendur á sig til að ná lykilhæfni

A = Gerir sitt allra besta,  B = Gerir vel, C = Leggur sig þokkalega fram, D = Leggur sig lítið fram

 

Unglingastig

Miðstig

Yngsta stig

ÁBYRGÐ

Axlar ábyrgð á námi sínu, nýtir tímann vel og gerir sitt besta.

Axlar ábyrgð á námi sínu, nýtir tímann vel og gerir sitt besta.

Fylgir fyrirmælum og nýtir tímann vel.

1 - 4

ÞRAUTSEIGJA

Sýnir þrautseigju og gefst ekki upp þegar verkefni eru erfið og krefjandi.

Sýnir þrautseigju og gefst ekki upp þegar verkefni eru erfið og krefjandi.

Gefst ekki upp þegar verkefni eru erfið.

3 - 4

FRUMKVÆÐI OG ÁRÆÐNI

Sýnir  áræðni, þorir að spyrja spurninga og fara eigin leiðir. Leitar að nýjum hugmyndum og tækifærum til náms.

Sýnir  áræðni, þorir að spyrja spurninga og fara eigin leiðir. Leitar að nýjum hugmyndum og tækifærum til náms.

 

SAMSKIPTI OG SAMSTARF

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Hlustar á aðra nemendur og virðir skoðanir þeirra. Er virkur í  samstarfi. Tekur réttmætri gagnrýni.

Er jákvæður, kurteis og hjálpsamur. Hlustar á aðra nemendur og virðir skoðanir þeirra. Er virkur í  samstarfi. Tekur réttmætri gagnrýni.

Er jákvæður og kurteis og hlustar á aðra. Getur unnið með öðrum.

1 - 4

NÁMSVITUND

Setur sér markmið. Býr til og fylgir áætlunum. Forgangsraðar og ætlar sér tíma til að ljúka verkefnum. Lærir af reynslunni og aðlagar skipulag og vinnubrögð til að ná betri árangri.

Metur á gagnrýninn hátt eigin vinnubrögð og árangur. Lærir af reynslunni og aðlagar skipulag og vinnubrögð til að ná betri árangri.

 

TJÁNING

Tekur  þátt í samræðum og rökræðum. Tjáir skoðanir sínar, hugsanir og tilfinningar. Flytur mál sitt skýrt og áheyrilega.

Í list- og verkgreinum er miðað við skapandi þætti í efnistökum og úrvinnslu.

Tekur þátt í samræðum og rökræðum. Tjáir sig skýrt og áheyrilega.

Miðlar þekkingu sinni og leikni.

Í list- og verkgreinum er miðað við skapandi þætti í efnistökum og úrvinnslu.

Tjáir sig skýrt og áheyrilega.

Í list- og verkgreinum er miðað við skapandi þætti í efnistökum og úrvinnslu.

4

Um námsmat 

Hvers vegna að meta?

 • Skerpa áherslur og væntingar um árangur nemenda og skólans í heild. 

 • Gera kennurum kleift að ákveða næstu skref í námi nemenda, aðlaga efni og aðferðir og stuðla að markvissari vinnubrögðum. (Leiðsagnarmat)

 • Leggja grunn að námsvitund nemenda og veita þeim tækifæri til að fylgjast með, íhuga eigið nám á gagnrýninn hátt og gera sér grein fyrir næstu skrefum. (Leiðsagnarmat).

 • Upplýsa foreldra/forráðamenn og nemendur um hvort viðhlítandi árangri hafi verið náð. (Lokamat og símat)

  Hvað er metið?

  • Framfarir nemenda. 

  • Lykilhæfni í námi: Ábyrgð; dugnaður og þrautseigja;  frumkvæði og áræðni; jákvæðni og framkoma; námsvitund; samskipti og samstarf; tjáning.

  • Hæfni nemenda, leikni og skilningi innan hvers námssviðs,  jafnt í bóklegu námi, verk- og listnámi.  

  • Áhersla á lykilhæfni skal vera jafnmikil eða meiri en áhersla á hæfni innan hvers námssviðs.

  Hvernig er metið? 

  • Kennarar skipuleggja námsmat útfrá námsmarkmiðum, þroska nemenda og námsaðstæðum. 

  • Notaðar eru fjölbreyttar aðferðir til að skoða færni og skilning nemenda, svo sem skimanir, mat á skriflegum úrlausnum, frammistöðumat, samræður, sjálfsmat nemenda, vettvangsathugun og fleira.

  • Form námsmatsverkefna á að vera fjölbreytt  og notaðar að minnsta kosti þrjár mismunandi leiðir innan hvers námssviðs á hverri önn. Formið þarf að vera í samræmi við kennslutilhögun og höfða til sem flestra matsþátta.

  • Matið á að vera áreiðanlegt, óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt.

  • Nemendum skal hjálpað að efla námsvitund sína og færni til að mynda með sjálfsmati, markmiðssetningu, jafningjamati,  hugtakakortum, samræðum, námsmöppum og leiðarbókum. 

  • Áhersla er lögð á leiðsegjandi námsmat þar sem markvisst er unnið með niðurstöður nemendum til framdráttar. 

  • Gera skal grein fyrir námsmatsviðmiðum og matskvörðum  svo allir viti hvaða kröfur eru gerðar og og geti skilið niðurstöður námsmats á svipaðan hátt. 

  • Námsmat á að taka tillit til sérþarfa nemenda. Geta skal þess sérstaklega ef um aðhæfða námskrá er að ræða. 

  Hvenær á að meta? 

  • Námsmat er stöðugt í gangi og stefnt er að því að álag á nemendur og kennara sé tiltölulega jafnt á hverju tímabili. 

  • Í Giljaskóla eru að jafnaði þrjú matstímabil. Miðað er við að fyrsta tímabili ljúki með foreldraviðtölum byggðum á leiðsagnarmati í okt./nóv., öðru tímabili í jan./feb. Þriðja tímabili lýkur að vori með lokamati. 

  • Á fyrsta matstímabili er áherslan mest á lykilhæfni. Á öðru matstímabili eru áherslur áfram á lykilhæfni en stundum bætt við umfjöllun um hæfni innan námssviðs. Þriðja matstímabili lýkur með lokamati á hæfni innan námssviðs og mati á lykilhæfni.

  Hver metur?

  • Kennarar, nemendur (sjálfsmat, jafningjamat) og  foreldrar (leiðsagnarmat í Námfúsi).

  Hvernig er endurgjöf háttað? 

  • Allir nemendur fá formlegar upplýsingar um stöðu sína að minnsta kosti þrisvar yfir skólaárið. 

  • Tvisvar á skólaári er viðtal við nemendur og foreldra í tengslum við námsmat. Símat er meðal annars birt í Námfúsi (verkefnabók, námsmarkmið og fleira) .

  • Birtingarform lokamats er í formi einkunna (A-D) og komið inn í skjalið á vitnisburðarblaði. Það er byggt á niðurstöðum fjölbreytts námsmats sem unnið hefur verið með á skólaárinu. 

  Framsetning námsmats 

  Að vori er formlegt námsmat afhent í öllum bekkjum í öllum greinum. 

  Matið byggist á:

  • Lykilhæfni í námi: Ábyrgð; dugnaður og þrautseigja;  frumkvæði og áræðni; jákvæðni og framkoma; námsvitund; samskipti og samstarf; tjáning.

  • Hæfni nemenda, leikni og skilningi innan hvers námssviðs,  jafnt í bóklegu námi, verk- og listnámi.  

  • Verkefni og vægi þeirra eru skráð í verkefnabók og athugasemdir með þegar útskýra þarf einkunn.

  Matskvarði

  • Innan hvers námssviðs er sérstakur matskvarði skilgreindur í fjórum flokkum, A-D. Með honum er annars vegar lagt mat á hvernig nemendum gengur að ná hæfniviðmiðum hvers námssviðs og hins vegar lykilhæfni nemenda. 

  • Við lokamat að vori skal eftirfarandi kvarði notaður. Kvarðann má einnig nota við annað námsmat.

  Kvarði  

    Námssvið

   

  Kvarði  

  Lykilhæfni

  A     

   

  Framúrskarandi hæfni og frammistaða

   

  A     

  Gerir sitt allra besta

  B     

   

  Góð hæfni og frammistaða

   

  B     

  Gerir vel

  C     

   

  Sæmileg hæfni og frammistaða

   

  C     

  Leggur sig þokkalega fram

  D     

   

  Hæfni og frammistöðu í námi ábótavant

   

  D     

  Leggur sig lítið fram

  Dæmi um vitnisburð

  Námssvið

  námsgrein

  Ábyrgð

  Dugnaður og þrautseigja

  Frumkvæði og áræðni

  Námsvitund

  Samskipti og samstarf

  Tjáning

  Hæfni á námssviði

  Umsögn

  athugasemdir:

  Íslenska

  A

  B

  C

  A

  B

  A

  A

   

  Stærðfræði

  B

  B

  C

  A

  B

  A

  B

   

  Danska

  A

  B

  C

  C

  B

  B

  A

   

  Enska

  D

  B

  C

  C

  D

  D

  C

   

  Ef námsmarkmið nemanda eru aðhæfð er einkunn stjörnumerkt og athugasemd skráð.

  Á vitnisburðarblaði eru námsgreinar/námssvið metin. Mat á undirþáttum námsgreinar/námssviðs er einungis fært í verkefnabók.

  Hvernig er samhengi námsmats og námsmarkmiða?

  • Markmið eru leiðarvísir í skólastarfi og forsenda áætlanagerðar. Þau stýra kennslu og námsmati og eru grundvöllur mats á gæðum skólastarfs.  

  • Unnið skal út frá markmiðum aðalnámskrár, getu og þörfum nemenda.

  • Námsmarkmið skulu vera aðgengileg nemendum og foreldrum í námsáætlunum.

  • Námsmatsviðmið (einkunnir, umsagnir og fleira) skulu taka mið af námsmarkmiðum og vera skýr og aðgengileg í námsáætlunum.

  Hvernig er unnið með niðurstöður námsmats?

  • Hver nemandi fær endurgjöf um árangur í námi. Lögð er áhersla á námsaðlögun og reglulega er fylgst með stöðu hvers nemenda í námsferlinu. 

  • Foreldrar fá upplýsingar um nám barna sinna og í formlegum viðtölum er jafnframt rætt um tillögur að úrbótum þegar þörf er á. 

  Námsmat er nýtt til að ákveða næstu skref í námi nemenda.  

 • Námsáætlanir

  Námsáætlanir með markmiðum byggðar á aðalnámskrá grunnskóla eru sameiginlegur grunnur undir nám og kennslu í Giljaskóla.  Kennarar gera skriflegar námsáætlanir, bæði til lengri og skemmri tíma, sem þeir meta reglulega og endurskoða að vori. 

  Nemendum gerð skýr grein fyrir þeim markmiðum sem stefnt er að og höfð skýr viðmið meðal annars með gátlistum. Nemendur þurfa að skilja vel til hvers er ætlast af þeim. Þetta varðar ekki einungis námsmarkmið, heldur einnig markmið sem varða lykilhæfni.

  Uppbygging námsáætlunar

  • Námssvið afmarkað og tímafjöldi áætlaður.

  • Markmið tilgreind.

  • Gerð grein fyrir inntaki námssviðs. 

  • Kennsluaðferðum og öðru skipulagi lýst, þ.m.t. vinnubrögðum nemenda og kennara.

  • Tengslum við grunnþætti aðalnámskrár lýst sem og við önnur námssvið.

  • Námsmati lýst, t.d. hvernig verkefni eru metin, vægi verkefna og prófa og svo framvegis.

  Námsáætlanir eru birtar á heimasíðu skólans (eða í Námfúsi).  Þar geta foreldrar og nemendur nálgast upplýsingarnar. 

  Námsáætlun tekur til heils vetrar og þarf að vera tilbúin í upphafi skólaársins. Að vori metur kennari hvernig til hefur tekist og skráir athugasemdir sínar og tillögur að úrbótum í áætlunina.

  Skólastjórnendur fylgjast með gæðum námsáætlana og skilum.

   

 

Um námsmat pdf-skjal

Glærur tengdar námsmati í Giljaskóla