Klúbbastarfsemi félagsmiðstöðvanna á Akureyri
OPIÐ STARF
MiðHús
MiðHús er opið hús fyrir alla í 5. 6. og 7. bekk og er 1x í mánuði í hverjum skóla fyrir sig = 4 opnanir í mánuði.
Kvöldopnanir fyrir 8.-10. bekk
Á þriðjudögum og fimmtudögum er opnun í Giljaskóla.
Allar opnanirnar eru frá kl. 19:30-21:30. Unglingarnir sem eru í félagsmálafræðivalinu útbúa dagskrá sem er gefin út, þetta eru viðburðir eins og kappát, spurningakeppni, spilakvöld og þess háttar.
Stelpu- og strákaklúbbar
Blanda af umræðum og skemmtun og er opið öllum sem vilja í 8.-10. bekk. Í þorpinu er hópunum skipt eftir skólum og er 1x í viku. Dæmi um viðburði er umræða um staðalímyndir, kynlíf, vináttu, bakstur og júdó. Markmiðið er að efla sjálfsmynd unglingana og auka tómstundameðvitund þeirra.
SSL klúbbur fyrir 8. - 10. bekk
Klúbburinn er opin öllum nemendum á grunnskólastigi sem eru í 8.-10. bekk og verður þrískiptur. Í byrjun vetrar verður rapp skoðað, textagerð, taktar og saga. Í öðrum hluta verður farið að skoða graffiti, bæði prófa á veggjum í Rósenborg og sagan einnig skoðuð, hvað er list og hvað er krot. Í þriðja hluta verður farið á hjólabretti og parkour.
Frekari upplýsingar veita:
Arnar Már Bjarnason, forvarna- og félagsmálaráðgjafi í Giljaskóla.
Netfang: arnarb@akureyri.is
Linda Björk Pálsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi í Síðuskóla.
Netfang: lindabjork@akureyri.is
Dagný Björg Gunnarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi í Glerárskóla.
Netfang: dagnybjorg@akureyri.is
Katrín Ósk Ómarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafi í Oddeyrarskóla.
Netfang: katrinosk@akureyri.is