Hér má finna flestar þær uppskriftir sem notaðar eru í heimilisfræði. Þær koma margar úr námsbókum sem margir árgangar fá heim en líka ýmsar gamlar og nýjar.
Þessi vefur á að vera í reglulegri uppfærslu eftir því sem fleiri uppskriftir bætast við.
Uppskriftir hvers bekkjar má finna hér til hægri.
Áhugaverðar uppskriftasíður:
Eldhússögur úr Kleifarselinu. Skemmtilegt matarblogg og fullt af flottum uppskriftum.
Eva Laufey Kjaran. Mjög góðar uppskriftir frá henni.
Ljómandi. Þarna eru uppskriftir sem eru t.d. glútenlausar, mjólkurlausar eða sykurlausar. Alls konar hollusturéttir.
Ljúfmeti. Margt girnilegt hér, bæði eldað og bakað. Auðvelt að leita og skoða á þessari síðu.
Gulur, rauður, grænn og salt. Alls konar uppskriftir, eldað, bakað, sætindi og hollusta. Margar mjög góðar og einfaldar.
Albert í eldhúsinu. Mjög fjölbreyttar uppskriftir, t.d. hráfæði og grænmetisfæði en líka kökur, pasta og kjötréttir.
Eldhúsperlur. Bæði matur og bakstur, margt girnilegt þarna.