Starfsáćtlun

Starfsáćtlun 2005-2006 Í vetur ćtlum viđ ađ leggja áherslu á eftirfarandi Foreldrasamstarf Nýjungar varđandi heimsóknir á heimili fyrstu bekkinga fyrir

Starfsáćtlun

Starfsáætlun 2005-2006

Í vetur ætlum við að leggja áherslu á eftirfarandi

Foreldrasamstarf

 • Nýjungar varðandi heimsóknir á heimili fyrstu bekkinga fyrir skólabyrjun.
 • Fræðslufundir með foreldrum í 1,5,8, bekk í samstarfi við Ingibjörgu Auðunsdóttur
 • Allir kennarar noti tíma til skráningar í Mentor varðandi ástundun og námsáætlanir
 • Allir kennarar séu meðvitaðir um möguleika póstsendinga til foreldra í Mentor
 • Gera heimasíðu virka varðandi upplýsingar um skólastarfið
 • Auka ábyrgð foreldra á fjáröflun og félagsstarfi í 10. bekk

Stjórnun

 • Gera viðmið um vinnutíma og áherslur í skólastarfi  skv. nýjum kjarasamningum skýr og sýnileg milli kennara og stjórnenda.
 • Gera verkefnalista varðandi aðra vinnu kennara
 • Gera verklýsingar og ramma varðandi verkefni og viðburði í skólastarfinu
 • Gera verkaskiptingu milli stjórnenda og deildarstjóra skýrari
 • Skipta upp yngra stigi á stigsfundum og gera boðleiðir skýrari
 • Gera deildafundi markvissari
 • Koma upp gagnagrunni á samgögnum fyrir stjórnendur að vinna úr
 • Vinna upp tímaás fyrir stjórnendur varðandi ýmis verkefni skólaársins

Skólareglur

 • Endurskoða og einfalda skólareglur
 • Skoða skólareglur með það í huga að gera þær jákvæðari og skýrari
 • Einfalda viðurlög og gerð ástundunareinkunnar

Nemendur

 • Vinna með sýn skólans og einkunnarorð
 • Tengja einkunnarorð skólans afmælis og þemavinnu
 • Þróa vinabekkjatengsl
 • Þróa og útfæra útiskóla
 • Auka fjölbreytni í kennsluháttum
 • Vinna með nemendum að byggja upp jákvæða sjálfsmynd  í tengslum við agabrot
 • ( sbr. uppbyggingarstefnan)
 • Halda hátíð vegna 10 ára afmælis skólans
 • Bæta aðbúnað og hollustu í mötuneyti með áherslu á úrval ávaxta og grænmetis

Skólaþróun

 • Afmarka og gera skýra verkefnaferla í ýmsu varðandi skólastarfið
 • Hefja vinnu að stefnumótun í lestri/læsi fyrir allan skólann
 • Þróa stefnu í umhverfismálum
 • Vinna að samfelldri námskrá í listum,ensku,dönsku
 • Hefja vinnu við stefnumótun í upplýsingatækni
 • Kynnast markmiðum Uppbyggingarstefnunnar ( restitution) og tengja hana sýn og einkunnarorðum skólans
 • Vinna með sýn skólans og annað tengt lífsleikni
 • Vinna að gerð gátlista og ferla tengda ýmsum viðburðum skólaársins
 • Auka safnkennslu að lokinni skráningu skólasafns í nýtt landskerfi  gegnir.is

Starfsmenn

 • Starfmannasamtöl verði 1 til 2 á ári.  Annað verði í tengslum við kjarasamning, hitt tengt sjálfsmati
 • Endurskoða starfslýsingar annarra starfsmanna en kennara
 • Auka færni og gera átak í skráningu starfsmanna í Mentor
 • Allir starfsmenn fái netföng
 • Skapa starfsmönnum skilyrði til endurmenntunar

Sjálfsmat

 • Koma á fót sjálfsmatsnefnd
 • Vinna verkáætlun og tímaás varðandi sjálfsmat og sjálfsmatsaðferðir
 • Vinna skýrslu um sjálfsmat

Dagatal

« Október 2017 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031 

Á nćstunni

Mynd augnabliksins

Akureyri.is

Giljaskóli | v/Kiđagil | 603 Akureyri | 462 4820 | giljaskoli@akureyri.is | Vistun 462 4825 | Íţróttamiđstöđ 462 6270