Forvarnir

Forvarnir Markmiđ međ forvörnum er ađ stuđla ađ heilbrigđum lífsháttum og jákvćđri lífsýn nemenda og vinna gegn hverskyns sjálfseyđandi

Forvarnir

Forvarnir

Markmið með forvörnum er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og jákvæðri lífsýn nemenda og vinna gegn hverskyns sjálfseyðandi hegðun.

 

Forvarnarfulltrúi  

Forvarnarfulltrúi skipuleggur forvarnarstarf skólans og hefur yfirumsjón með því. Námsráðgjafi skólans gegnir hlutverki forvarnarfulltrúa.  Hann sér um að forvarnaráætlun sé framfylgt, er virkur í gagnasöfnum og dreifir þeim upplýsingum sem við á. Hann aðstoðar starfsfólk við samþættingu forvarna við annað skólastarf, s.s. kennslu, félagslíf o.fl. Hann vinnur og endurmetur stefnumörkun skólans í forvörnum og sér um neyslu- og viðhorfskönnun meðal nemenda. Forvarnarfulltrúi tekur þátt í að samstilla krafta þeirra sem vinna gegn áfengis- og fíkniefnaneyslu í umhverfi nemenda.  Hann er í nánu samstarfi við tengilið félagsmiðstöðva bæjarins og grípur inn í mál nemenda þar sem íhlutunar er þörf og stýrir því í farveg til réttra aðila.  Forvarnarfulltrúi gætir fyllsta trúnaðar.  Hann stýrir forvarnarneti sem skal myndað af kennurum, skólastjórnendum, foreldrum, skólahjúkrunarfræðingi, félagsþjónustu, forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar Bryndísi Arnarsdóttur , lögreglu, skólaskrifstofu og kirkju.

 

Umsjónakennari 

Forvarnir eru einnig á hendi umsjónarkennara.  Umfjöllun meðal yngstu nemendanna (1.-5. bekk) skal miðast við heilsufræði og heilsueflingu.  Umfjöllun meðal eldri nemenda (6.-10. bekk) skal miðast við áhrif og skaðsemi hinna ýmsu fíkniefna bæði andlega, líkamlega, félagslega og sálfræðilega svo og menningarlega þætti sem tengjast neyslu.  Fræðsla fyrir nemendur fer einkum fram í lífsleiknikennslu þar sem áhersla er lögð á að efla félags-, tilfinninga-, persónu- og siðgæðisþroska nemendanna. Nemendum skal kynnt hvert hægt sé að leita ef þeir þurfa á aðstoð að halda.

 

Foreldrasamstarf

Skólinn skal efla samstarf við foreldraráð og vinna að fræðslu og kynningarstarfsemi fyrir foreldra og aðstandendur. Foreldrum skal kynnt forvarnarstefna skólans og þeim gerð grein fyrir hversu mikilvægur hlekkur þeir eru í henni.

Dagatal

« Október 2017 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031 

Á nćstunni

Mynd augnabliksins

Akureyri.is

Giljaskóli | v/Kiđagil | 603 Akureyri | 462 4820 | giljaskoli@akureyri.is | Vistun 462 4825 | Íţróttamiđstöđ 462 6270