Áföll

Áfallahjálp Áfallateymi skólans er hluti ađgerđateymis.Skólastjóri, sálfrćđingur skólans, kennari eđa starfsmađur, hjúkrunarfrćđingur skólans og

Áföll

Áfallahjálp

Áfallateymi skólans er hluti aðgerðateymis.Skólastjóri, sálfræðingur skólans, kennari eða starfsmaður, hjúkrunarfræðingur skólans og námsráðgjafi. Með teyminu starfa hlutaðeigandi umsjónarkennari og deildarstjóri. Áfallateymi getur leitað aðstoðar hjá presti, lögreglu, skólalækni, djákna eða geðlækni.

 

Skilgreining á áföllum í skóla

Nemandi, starfsmaður, forráðamenn eða systkini nemanda geta orðið fyrir alvarlegu áfalli. Slík áföll geta verið af völdum dauðsfalla, slysa, alvarlegra og/eða langvarandi veikinda, líkamsárása, náttúruhamfara, skilnaðar foreldra, kynferðislegrar misnotkunar, eineltis og annarra þátta sem samkvæmt mati áfallateymis veldur áfalli hjá nemanda.

 

Starfshættir áfallateymis  

Áfallateymi er ávallt til staðar og reiðubúið að veita hjálp þegar válegir atburðir snerta einhvern eða einhverja innan skólans, nemendur eða starfsfólk. Áfallateymi starfar í algjörum trúnaði við skjólstæðinga sína og lætur ekki neinar upplýsingar frá sér nema í fullu samráði við viðkomandi aðila.Hlutverk

 • Að sjá um að nemendur skólans fái viðeigandi aðstoð ef þeir verða fyrir áfalli.
 • Að vera til staðar og reiðubúið að veita hjálp þegar einhver af kennurum eða öðru starfsfólki verður fyrir áfalli.
 • Að vera reiðubúið til að starfa allt árið, jafnt sumar sem í skólafríum yfir veturinn og á skólatíma.
 • Að bera aðgerðir skólans undir viðkomandi foreldra/starfsmann til samþykkis og hafa þá með í ráðum frá upphafi.
 • Að hlúa að nemendum og starfsfólki skólans m.a. með því að gefa gaum að áfallastreitu og bjóða þess vegna upp á hópavinnu eða einstaklingsviðtöl ef þörf er á.

Fyrstu viðbrögð vegna áfalls

Upplýsingar um áföll berist til skólastjóra eða staðgengils hans. Skólastjóri fái staðfestingu á áfalli hjá viðkomandi eða aðstandendum. Skólastjóri leitar leyfis hjá viðkomandi eða aðstandendum hans um að fjallað verði um málið í skólanum. Skólastjóri kallar áfallateymi saman, hugsanlega í samráði við aðstoðarfólk, ákveður fyrstu aðgerðir skólans og heldur fundi á næstu dögum svo oft sem þurfa þykir.Aðgerðir

 • Ákveða verkaskiptingu
 • Sjá um að almenn tilkynning berist til starfsfólks þegar það á við og fara yfir það hvernig  skólinn hyggst taka á málum.
 • Segja nemendum skólans frá atburðinum þegar það á við.
 • Boða starfsfólk skólans til fundar í lok skóladags þar sem könnuð er líðan starfsfólks, ræða um börnin sem eru sérstaklega viðkvæm gagnvart því sem gerst hefur og um aðgerðir skólans næstu daga.
 • Athuga hvort málið snertir nemendur í fleiri en einum bekk.
 • Hringja í aðstoðarfólk ef með þarf.
 • Að vinna með nemanda og/eða bekk eins lengi og þörf er á.
 • Að ákveða hver sinnir eftirfylgd.
 • Undirbúa endurkomu nemanda í skólann eftir missi eða áfall.
 • Að hlúa að nemendum og gefa þeim kost á að vinna með tilfinningar sínar í leik og starfi.
 • Ræða atburðinn í bekkjum eða minni hópum.
 • Að bjóða upp á einstaklingsviðtöl.
 • Að gæta þess að álagið verði ekki of mikið á starfsfólk skólans.
Áfallateymi kemur sér upp markvissum vinnureglum m.t.t. allra þátta er við koma áföllum, viðbrögðum við þeim og síðan eftirfylgd við þá sem eiga um sárt að binda.Þegar slíku ferli er lokið er nauðsynlegt fyrir áfallateymi að koma saman og yfirfara það sem gert var og skrá það,  því reynslan er mikill skóli í þessu tilliti og því er vert að hyggja að og athuga hvað skilaði sér vel og hvað megi hugsanlega fara betur.

Dagatal

« Október 2017 »
SMÞMFFL
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031 

Á nćstunni

Mynd augnabliksins

Akureyri.is

Giljaskóli | v/Kiđagil | 603 Akureyri | 462 4820 | giljaskoli@akureyri.is | Vistun 462 4825 | Íţróttamiđstöđ 462 6270