Útlitsdýrkun hefur áhrif á sjálfsmyndina

Sjálfsmynd eru þær hugmyndir sem við höfum um okkur sjálf. Sjálfsmyndin snýst meðal annars um líkamann, hugsanir, sýn á lífið, sýn á eigin hæfileika og færni, gildi og andlega líða. Það sem hefur áhrif á sjálfmyndina er umhverfið, samfélagið, trú, menning, fjölskyldan og vinir.
Sjálfsmynd mótast alla ævi, þar sem við breytumst með þeirri þekkingu og reynslu sem við öðlumst.
Léleg sjálfsmynd getur lýst sér í mörgum einkennum. Þar getur það verið t.d. að þora ekki að taka þátt í neinu félagslegu, segja ekki skoðanir sínar eða að draga enga athygli að sér og helst vera ósýnilegur. Einnig getur léleg sjálfsmynd virkað á öfugan hátt þannig að einstaklingur gerir allt til að reyna að vera sýnilegur og draga að sér athygli og krefst stöðugrar staðfestingar án þess þó að hlusta á aðra. Unglingur með lélega sjálfsmynd er ólíklegri til að takast á við erfiðleika sem að höndum ber í lífinu en þeir sem sem hafa sterka sjálfsmynd. (Eins og Sigríður Björk Kristinsdóttir skrifar í ritgerð sinni um Hversu miklu máli skiptir að efla sjálfsmynd nemenda með aukinni námsgetu.)
Fólk með lélega sjálfsmynd líður í mörgum tilfellum illa. Fólk með lélega sjálfsmynd er ólíklegra til að trúa jákvæðum yfirlýsingum um sjálft sig og metur eigin skoðun ekki mjög mikið. Þeir sem hafa góða sjálfsmynd geta hrósað sér fyrir að leysa ákveðin vandamál á meðan þeir sem hafa lélega sjálfsmynd verða að heyra hrós frá öðrum til að taka mark á því. (Eins og Inga Vildís Bjarnadóttir skrifaði í ritgerð sinni um sjálfsmynd unglinga).

Þegar ég velti fyrir mér spurningunni „Hver er vandinn“? eða öllu heldur: Af hverju eru einstaklingar með lélega sjálfsmynd? Þá er ástæðan, að mínu mati, jafn margar og mismunandi og einstaklingarnir eru margir. En mig langar að fjalla um útlitsdýrkun í tengslum við lélega sjálfsmynd og kröfur samfélagsins um það hvernig við eigum að líta út.
Ungt fólk fær oft ranga mynd af eðlilegu útliti í gegnum fjölmiðla. Fyrirsætur í dag eru flestar undir kjörþyngd og auk þess eru myndir af þeim eru oft lagaðar til áður en þær eru prentaðar (photoshoppaðar).
Fjölmiðlastjörnur eins og Nicki Minaj, Miley Cyrus, Lady Gaga og margar fleiri fá umfjöllun um klæðnað og útlit sem er alveg fáránlegt þar sem þær ættu frekar að fá umfjöllun um afrek sín. Unglingar líta flestir upp til þessara stjarna.
Útlitsdýrkun gerir það að verkum að sjálfsmyndin fer að byggja á því hvað við höldum að öðrum finnist um okkur útlitslega séð. Útlitið fer sem sagt að skipta óeðlilega miklu máli og við leggjum mikið upp úr að geðjast öðrum. Við viljum að öðrum finnist við falleg ef fegurðin er það sem skiptir máli.
En fegurð er afstætt hugtak. Það sem einum finnst fallegt getur öðrum þótt viðurstyggilegt þar sem smekkur manna er misjafn.

Hver og einn þarf að hlusta á líkama sinn og leyfa honum að ráða ferðinni. Þannig
lifum við í sátt og samlyndi við okkar eigin líkama. Verkir og vanlíðan eru merki um að eitthvað þurfi að laga. Líkamsvirðing felur í sér virðingu fyrir líkömum annarra og viðurkenning á því að það eru ekki allir eins.
Ef ég myndi spyrja ykkur hvað það er sem virkilega skipti okkur máli í lífinu þá held ég að flestir myndu nefna hluti eins og kærleika, vináttu, velgengni og hamingju. Kærleikur er væntumþykja sem ríkir milli einstaklinga. Þar skiptir útlit nákvæmlega engu máli því kærleikurinn er huglægur.
Vinátta er á sama hátt alfarið ótengd útlitinu. Hún verður til milli fólks sem deilir áhugamálum, skoðunum og lífsviðhorfum. Að velja vini sína eftir útlitinu er bæði skrýtið, vafasamt og óeðlilegt.
Velgengni í lífinu er í flestum tilfellum algjörlega óháð ytra útliti manneskju. Til að ná langt á einhverju sviði þarf hæfileika, gáfur, kjark og ákveðni og þessir eiginleikar eru óháðir útlitinu.

Sjálfsmynd er sú mynd sem við höfum af okkur sjálfum þ.e. hvernig við lítum á okkur sjálf og hvernig við höldum að aðrir sjái okkur. Léleg sjálfsmynd er oftast samferða litlu sjálfstrausti og litlu sjálfsöryggi. Ólíklegt er að einstaklingur með lélega sjálfsmynd sé ákveðinn eða búi yfir miklum kjarki. Góð sjálfsmynd getur aftur á móti hjálpað fólki að taka sjálfstæðar ákvarðanir og ná markmiðum sínum. Það er ekki fegurðin sem skiptir máli. Flestir hafa eitthvað við sig sem gerir þá sérstaka og áhugaverða. Við erum öll einstök. Það er því mikilvægt að hver einstaklingar fái tækifæri á að nýta styrkleika sína og þannig byggja um góða sjálfsmynd.

Að lokum vil ég segja að í mínum huga er grunnurinn að góðri sjálfsmynd það að trúa á sjálfan sig. Hverju trúið þið?

Hafsteinn Ísar Júlíusson 10. SKB

Greinin  er unnin upp úr málstofuverkefni sem nemendurr 10. bekkjar fluttu munnlega á heimatilbúnu málþingi í skólanum í febrúar.