Uppbrotsdagar í Giljaskóla

Uppbrotsdagar eru dagar þar sem það er ekki venjuleg kennsla, t.d kvikmyndadagar, karnivaldagur, Hlíðarfjallsganga, dagar þar sem við gerðum ferðaverkefni og dagur sem við spiluðum félagsvist. Þetta eru ótrúlega skemmtilegir dagar finnst mér. Skemmtilegast finnst mér á kvikmyndadögum enda eru það eiginlega stærstu uppbrotsdagarnir. Kvikmyndadagar koma í stað þemadaga þegar maður er kominn á efsta stig þ.e. í 8.,9. og 10. bekk. Þá eru ekki þemadagar heldur kvikmyndadagar. Það er sem sagt svoleiðis að þetta eru þrír dagar sem nemendurnir taka upp stuttmyndir en þeir skrifa sjálfir handrit áður og velja kennararnir svo sjö bestu handritin til að verða að myndum. Okkur er svo skipt í sjö hópa og handritshöfundarnir verða leikstjórar. Við fáum svo þrjá daga til þess að finna búninga, upptökustaði, taka upp atriðin og setja allt saman í eina stuttmynd. Þó þetta séu svona stærstu uppbrotsdagarnir eru aðrir líka eins og karnivaldagurinn. Hann er þannig að öllum er skipt í 18 hópa og það eru 18 stöðvar, 9 í skólanum og 9 í íþróttahúsinu. Þetta eru fjölbreyttar stöðvar. Í íþróttahúsinu eru íþróttastöðvar svo sem boðhlaup, þrautir og svo mátti hoppa á trampólínum í fimleikasalnum. Í skólanum eru frekar rólegri stöðvar t.d. lestur, púsl, blástursborðtennis og spil. Fleiri minni dagar eru líka annars slagið. Eins og í flestum ef ekki öllum skólum á Akureyri förum við í Hlíðarfjall á hverju ári á skíði, bretti eða bara sleða. En einnig höfum við tekið einn skóladag í það að ganga upp Hlíðarfjall. Það var erfitt fyrir suma en mér fannst það gaman. Nokkrir dagar hafa einnig verið teknir í að gera  verkefni sem eru öðruvísi en hefbundin vinna í bókum en við lærum samt mikið af þessum verkefnum eins og af venjulegri kennslu. Við áttum t.d. einu sinni að skipuleggja ferðalag um heiminn, fara inn á netið og reyna að finna sem ódýrasta ferðamátann, t.d. flug, gistingu og mat. Við áttum svo einnig að finna upplýsingar um merkilega atburði eða staði sem gerðust eða eru í löndunum og borgunum sem við völdum að ferðast til. Mér finnst uppbrotsdagar skemmtileg og sniðug tilbreyting frá venjulegu námi og vona að þeir verði jafn skemmtilegir og áður.

 

Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir.