Um Giljaskóla..

Ég er búinn að vera í Giljaskóla síðan í 4 bekk. Það er smá sem mætti laga í sambandi við unglingastig. Það eiga að vera skápar fyrir unglingastigið til þess að það þurfi ekki að labba með allar bækurnar í skólann því það er langur vegur frá því að allir nenni að raða ofan í töskuna á hverjum degi. Flestir strákar eru bara með allar bækur þó maður noti ekki einu sinni  helminginn á dag. Það myndi létta helling af manni ef það yrðu settir skápar fyrir 8.,9. og 10. bekk. Þegar maður  var í 1.-8. bekk var maður með gáma til að geyma bækurnar í.

Það væri lika fínt ef maður væri ekki alltaf á þessu flakki um stofur, enska hér og danska þar. Vera bara með eina stofu sem maður getur geymt dótið sitt í. Skólinn er 3 hæðir og er svolítið spes. Efsta hæðin hefði mátt ná alveg vegg  í vegg, ekki hafa svalir sem ná alveg niður. Það eru margir svo vitlausir að henda einhverju drasli niður og maður er skammaður eins og enginn sé morgundagurinn, en förum ekki nánar út í það.

Eftir að skólarnir fóru að vera með eins matseðla fór maturinn algerlega í klessu. Það er aldrei góður matur nema kannski einu sinni í mánuði eða svo. Það er bara sóun á peningum að skrá krakkana í mat því það er meira en ¾ nemenda  sem sleppa mat.

Nú til dags er kominn sá væll að mega ekki hafa síma upp á borðum þannig að kennarar fara að væla og skæla og jafnvel taka síma af manni þó maður sé ekkert með síma! Það hefur komið fyrir!!!

Mér finnst líka að náttúrufræði eigi að vera valgrein. Náttúrufræði er algerlega út úr kortinu fyrir þá sem hafa ekkert með það að gera. Það er bæði kostur og ókostur við skólann eins og bara í mörgum skólum í dag. Grunnskólar eiga líka að byrja 8:15 eins og Verkmenntaskólinn en það skiptir svo sem litlu máli því þetta er síðasta árið mitt.

En annars eru þessi ár sem ég er búinn að vera í Giljaskóla búin að vera ágæt, búið að gerast slatti af því slæma og góða ...

Gunnar Helgi Steindórsson 10. SKB