Það sem má bæta

Giljaskóli er fínn skóli en þó er margt sem hægt er að laga. Mér finnst tilgangslaust að gera svona greinar þegar aldrei er gert neitt í því.

Til dæmis finnst mér stólarnir vera  orðnir mjög „þreyttir“ og ég er oft að drepast í bakinu eftir erfiðan dag. Ég hef þurft að fara til hnykkjara sem kostar 3.500 kr. hver tími. Ég var beðinn um að standa reglulega upp og teygja úr mér en það var víst bannað. Ég átti að sitja allan tímann í sætinu mínu. Það hafa verið gerðar margar greinar um sjálfsala. Það væri miklu þægilegra að sleppa því að taka tíma á morgnana í að græja nesti og taka með sér smá klink og kaupa sér langloku eða eitthvað í sjálfsalanum. Þeir sem eru ekki í mat geta þá líka keypt sér mat á staðnum í staðinn.  Skólinn myndi græða á því og hægt yrði að nota þann pening t.d.  í að kaupa nýja stóla. Tölvurnar í skólanum eru yfirleitt 30 mínútur að kveikja á sér. Þessi atriði hafa verið svona í mörg ár en aldrei hefur einum einasta manni dottið í hug að taka mark á því sem við nemendur erum að skrifa. Mér finnst einnig matsalurinn hafa versnað með þessum nýju reglum þar. Það er fáránlegt að maður megi ekki sitja hjá vinum sínum sem eru yngri eða eldri. Ég sé heldur engan tilgang í því að banna húfur. Auðvitað er það kurteisi og allt það en mér finnst að nemendur eigi að fá að ráða þessu sjálfir. Einnig væri ég til í að fá skápa til að geyma töskuna í skólanum. Að þurfa að labba með mörg kíló á bakinu  í skóla og úr skóla á hverjum degi er alltof mikið. Ef maður þarf að læra heima þá tekur maður annaðhvort þær bækur sem maður þarf eða alla töskuna.

Eins og ég segi eru stólarnir orðnir lúnir, sjálfsalar og skápar fyrir töskur myndi hjálpa helling í því að gera skólann okkar að betri skóla og mér finnst að nemendur eigi að fá meira frelsi í matsal skólans.

Aðalgeir  Axelsson 9. KJ