Sund og íþróttir

Í þessari grein ætla ég að fjalla um sund og einnig lítillega um íþróttir hjá okkur í Giljaskóla. Mér finnst gaman í íþróttum og vill oft vera lengur, en tíminn er einungis 40 mínútur, ég ætla því að fjalla stuttlega um þessi fög, hvernig þau eru og hvað mér finnst um þau.

Í sundi þurfum við að vera í þröngum sundbuxum af  því við megum ekki vera í stuttbuxum eða strandarbuxum, sumir eiga ekki þröngar sundbuxur eða finnst þær óþægilegar og hálf kjánalegar, ef maður gleymir sundbuxum þá er ekki hægt að fá lánað sem að væri gott ef að maður gleymir sundfötum, stundum eru litlu krakkarnir að klæða sig í en það truflar ekki, en stundum eru krakkarnir með læti og láta illa. Þegar að við erum búin að klæða okkur í sundfötin þá förum við út á útisvæðið og það er oftast alveg ís kalt og oft hlaupum við beint í pottinn að því hann er við útganginn hjá stráka klefanum. Svo förum við ofan í sjálfa laugina til að synda og það er bara fínt að syndi og tíminn skemmtilegur þegar að manni er ekki lengur kalt.

Við lok tímans förum við inn í klefa og þurfum að vera mjög fljótir til að missa ekki af rútunni og þurfum við því að drífa okkur í sturtu eftir sundið og þar er slanga með   köldu vatni inni í sturtuklefanum og eru því strákarnir mikið fyrir að sprauta hver á  annan og stundum fer smá tími í það, svo skolum við af okkur en þegar við ætlum að þurrka okkur þá erum við oftast stoppaðir og látnir skola betur af okkur þó að við    höfum gert það og sumir sturtuverðir eru oft ekki skemmtilegir. Þegar við erum búnir að uppfylla skol skilyrðin þá klæðum við okkur og drífum okkur út en oft þurfum við að labba út í rútu á tánum í snjónum að því við höfum ekki nógu mikinn tíma til að ná í skóna. Yfir köldustu mánuðina gerist það einstöku sinnum að rútan sé sein fyrir en það er auðvitað skiljanlegt eins og veturnir eru hér á Akureyri, einnig þurfum að nauðhemla stundum í hálkunni og margir eru ekki í belti og það skapar mikla hættu fyrir þá sem að eru ekki í belti.

Íþróttirnar í Giljaskóla eru í íþróttasalnum og finnst mér gaman í þeim en vildi fá að fara oftar í fimleikasalinn því að þar er mjög gaman.

 

Mér finnst íþróttir of stuttar og þær fara oftast í eitthvað annað og við förum allt of sjaldan í fimleikasalinn, rútan kemur okkur oftast ekki á réttum tíma í sundið, næstum allir þurfa að labba á tánum eða sokkunum út í rútu að því það er ekki nógu mikill tími, það er ekki hægt að segja við kennarana að þú sért meidd/ur en samt ertu með sönnun um að þú sért meidd/ur eða ert með ofnæmi, þú þarft alltaf að láta foreldrana senda póst, ef einhver maður/kona sér þig ekki þegar þú skolar af þér þó þú sért búinn að skola af þér biður hann/hún alltaf um að þú gerir það betur og finnst mér það leiðinlegt.

Má ekki breyta því að það megi koma með stuttbuxur eða strandbuxur ef þú átt   þannig sundbuxur ? Því að það nota allir þannig oftast í sundi utan skólatíma.

 

Hrannar Orri Hrannarsson