Stórt stökk

Ég er í 10. bekk og ekki er langt þangað til ég ljúki grunnskóla. Margir eru búnir að ákveða hvað þeir vilja gera eftir lok grunnskólagöngu en  aðrir eru ennþá að hugsa hvað þeir vilji gera. Flestir munu vonandi halda áfram í námi og fara í framhaldsskóla til að mennta sig til að geta fengið vinnu eða til að fara í háskóla hvort sem það er hér á landi eða annars staðar.

 

Mörgum finnst það að fara úr grunnskóla og  yfir í framhaldsskóla frekar erfitt vegna breytinga á námi. Þú ferð í bekk með fullt af nýju fólki og menningin er allt öðruvísi. Það eru tveir framhaldsskólar á Akureyri og eru þeir Verkmenntaskólinn á Akureyri og Menntaskólinn á Akureyri. Það er til braut í Menntaskólanum á Akureyri (MA) sem kallast Hraðlína og er hún einungis fyrir þá nemendur sem hafa lokið námi í 9. bekk með hárri meðaleinkunn. Að mörgu leyti er þessi kostur mjög góður fyrir þá sem eru mjög klárir og vilja flýta námi sínu um 1 ár. Nám sem eru í boði í Menntaskólanum á Akureyri eru tungumála- og félagsgreinasvið, raungreinasvið og tónlistarsvið. Nám í MA tekur 4 ár en byrjað er að bjóða upp á 3 ára nám. Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) er mjög góður fyrir þá sem hafa áhuga á að læra meira verklegt heldur en bóklegt. Eitt sem VMA býður upp á er fjarnám í ensku, íslensku og stærðfræði. Fjarnámið er m.a. fyrir 10. bekk sem eru með háar einkunnir í því fagi sem þeir ætla að taka fjarnám í. Sjálfur er ég í fjarnámi í ensku og er búinn að vera í henni síðan í byrjun 10. bekkjar. Mér finnst mér þetta mjög skemmtilegt og gaman að geta farið í fjarnám í einhverju ef maður þolir það.

 

Mér finnst að allir unglingar ættu að vera með skólaskyldu til 20 ára aldurs vegna þess að það er mjög erfitt að taka þátt í samfélaginu með enga framhaldsskólamenntun. En auðvitað er erfitt fyrir flesta að fara úr grunnskóla í framhaldsskóla og mér finnst að það ættu allir skólar að taka seinustu vikur skólans í 10. bekk og hjálpa þeim að undirbúa þau fyrir framhaldsskóla.

Baldur Logi 10. SÞ