Skólinn minn

Þessi skóli kallast Giljaskóli og er að mörgu leyti fínasti skóli. Hann hefur þó eins og allt annað sína kosti og galla.Lítið er af alvarlegum vandamálum og skólastarfið er býsna gott.  Bókleg kennsla gengur ágætlega  svo það þarf ekkert að hafa áhyggjur af henni. Tveir hlutir angra mig, mismikið samt.

Stundum eigum við að vinna tölvuverkefni og þar erum við í Giljaskóla með töluvert mikið vandamál. Þessar blessuðu tölvur okkar í skólanum eru of oft hræðilega hægvirkar. Maður er stundum fimmtán mínútur að skrá sig inn á sínum aðgangi og svo er internetið mjög hægfara í þokkabót. Flestallir eru núna farnir að koma með sínar eigin tölvur sem er náttúrúlega bara allt í lagi en getur verið erfitt fyrir þá sem hafa ekki þann möguleika. Það þarf að gera eitthvað töluvert til að bæta þetta, ef til vill að fá nýjar tölvur.

Svo eru það ljósin í matsalnum. Þau virðast vera frekar viðkvæm a.m.k. miðað við verð.  Okkur er sagt að þau kosti um þrjátíu þúsund krónur stykkið sem er nátturlega verð sem er bara alveg út í hött. Það virðist lítið mega koma við þau án þess að þau brotni. Tvö slík ljós brotnuðu á einu og sama ballinu sem við í 10. bekk héldum í haust. Annað ljósið brotnaði þegar verið var að stilla það af og hitt þegar verið var að opna hurð nálægt því.

Ég geri mér nú grein fyrir takmörkuðu fjármagni skólans, sem kemur klárlega niður á viðhaldi tölvanna í skólanum. Það er þó nauðsynlegt að skólarnir hafi viðunandi tækjakost þar sem möguleikarnir eru alltaf að aukast. Þetta með ljósin í matsalnum er nú e.t.v. ekkert vandamál en það mætti athuga hvort rétt sé að vera með svona dýr og viðkvæm ljós á þessum stað.  Réttast væri að fá ljós sem þola umgengni og kosta minna.

En eins og ég sagði í upphafi finnst mér þetta fínasti skóli sem vonandi á eftir að ganga vel í mörg ár.

Valþór Ingi Karlsson 10.IDS