Setjum upp skápa í Giljaskóla

Töskur okkar krakkanna eru of þungar. Þær fara illa með bakið og valda verkjum. Þetta er ekki svona slæmt fyrr en í 7. Bekk. Þá byrjar þetta að versna. Í 1. – 6. bekk megum við  geyma hlutina í gámum en núna eigum við að geyma allt heima og koma með það í skólann. Krakkar þurfa að bera þungar töskur fulla af bókum og blöðum sem þyngja þær töluvert. Ég  tala nú ekki um þegar við þurfum að taka tölvuna með sem er um það bil 2-4 kíló: Þá er taskan bara orðin töluvert þyngri.

Súkraþjálfari frá Endurhæfingarstöðinni hefur sagt mér að þau séu að fá krakka allt niður í níu ára gamla með alvarleg bakmeiðsli vegna of þungra skólataskna. Þau hafa fengið krakka á 9 ára aldri með vöðvabólgu og brjósklos í baki og öxlum sem er mjög, mjög slæmt. Það læknast aldrei eða verður allavega aldrei eins gott og nýtt. Ég ræddi líka við Jón lækni á sjúkrahúsinu á Akureyri og hann hafði oft fengið krakka með bakmeiðsli vegna þungra skólataskna.

Þess vegna eiga skólar að fá pening til að setja upp skápa í skólum. Það eru skápar í skólunum í Svíþjóð og öllum hinum Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og í flestöllum Evrópulöndum. Svo ættum við ekki að gera slíkt hið sama spyr ég mig bara? Ef skólar eru byrjaðir þá af hverju ekki við?

Í staðinn fyrir að kaupa tölvur eða ipada má eyða einhverjum peningum í að setja upp skápa. Það er verið að ráðleggja skólum að gera þetta frá heilsugæslunni, sújkraþjálfurum og læknum. Við ættum að hlusta á  það!

Er ekki betra að gera hluti sem eru nauðsynlegir heldur en að eyða peningum í hluti sem eru ekki nauðsynlegir en bara þægilegir? Það er  betra að gera það sem er nauðsynlegt.

Þó að  einn skóli sé með ipad fyrir nemendur sem námsefni í stað bóka þurfa þá hinir skólanir að fá ipad? Er það mikilvægara en heilsan okkar? Gæðakapphlaup skóla er mjög slæmt og byggir upp „gæðakapphlaupsáráttu“ hjá nemendum. Það er mjög slæmt ef það gerist en aðalspurningin er hvort við þurfum skápa í skólann. Já !!

Ólafur Göran Ólafsson Gros 10. IDS