Of langar kennslustundir

Skóladagarnir eru mislangir. Sumir dagar eru alveg til hálf fjögur og eftir svo langa daga er maður oftast orðinn þreyttur. Ég ætla að fjalla um þetta og segja frá því hvernig mér finnst vera hægt að bæta þetta.

Heðfbundinn skóladagur hjá unglingastigi er venjulega um sex til átta klukkutímar. Þetta geta verið langir og erfiðir dagar og getur þá miklu skipt að hafa smá auka pásur eða frímínútur á milli langra tíma. Til þess að auðvelda nemendum þessa löngu daga finnst mér að það ætti að vera fimm mínútna pása í tvöföldum tímum. Maður verður svo þreyttur, pirraður og missir einbeitinguna í svona löngum tímum. Tvöfaldur  tími er áttatíu mínútur og þegar maður er að læra á fullu í tvöföldum tíma án þess að fá að standa upp missir maður einbeitinguna og hættir að fylgjast með því sem kennarinn er að segja og gera. Ef maður fengi að fara í nokkrar mínútur fram á gang á milli tíma og teygja úr sér yrði einbeitingin mun betri og maður myndi ná betri árangri. Það getur verið erfitt að hugsa svona mikið í 80 mínútur samfleytt og þess vegna finnst mér að það ætti að vera pása á milli 80 mínútna tíma. Eins og þetta er í mínum bekk þá förum við til dæmis í sund í 40 mínútur og þá er klukkan orðin 9:45 og næsti tími þar á eftir byrjar 10:20. Á þessum stutta tíma eigum við eftir að græja okkur eftir sundið, fara með rútunni aftur upp í skóla og borða nestið okkar. Oft náum við ekki einu sinni að klára nestið okkar áður en næsti tími byrjar. Annað dæmi um tímaleysi er í sambandi við nestispásur en þær eru tíu mínútur. Ef maður tekur til dæmis samloku í nesti sem þarf að grilla þá tekur það svolítið lengri tíma en annað nesti. Það tekur að minnsta kosti tvær mínútur að grilla samlokuna og svo fer maður að borða sem tekur ca 4 mínútur.

Skóladagarnir eru mislangir og erfiðir og sumir dagar eru bara hreinlega verri en aðrir. Ég tel að með því að lengja nestispásuna og hafa fimm mínútna pásu á milli tvöfaldra tíma þá munu flest allir ná betri einbeitingu og munu síður þreytast og pirrast í tímum.

Brynjar Már Ómarsson 9.KJ