Nýjar tölvur í Giljaskóla

Í dag eru tölvur til á flestum heimilum. Þannig var það ekki þegar foreldrar mínir voru að alast upp á Húsavík fyrir þrjátíu árum. Krakkar í dag eru því tæknivæddari en hér áður fyrr. Þau eiga mörg hver sína eigin tölvu eins og ipad og snjallsíma. Þess vegna eru krakkar oft kröfuharðir þegar kemur að tölvum. Mig langar að fara nokkrum orðum um tölvurnar í Giljaskóla.

Tölvurnar í Giljaskóla eru orðnar nokkuð gamlar. Það tekur langan tíma að kveikja á þeim, og þær eru hægar og flóknar. Ég er mjög vanur að nota apple tölvur og finnst flókið að vinna  í ýmsum forritum sem eru í PC tölvunum í skólanum. Í mörgum skólum eru ipadar notaðir við námið en Giljaskóli á fáar svoleiðis tölvur. Við erum því að dragast aftur úr í samanburði við aðra skóla.Tölvukennarinn er samt að gera mjög góða hluti með þessar gömlu tölvur. Hann kennir okkur power point, excel, forritun og fleira. Það er mjög mikilvægt því margir krakkar kunna lítið á tölvur þar sem flestir krakkar nota þær helst til að leika sér í. Gott væri ef Giljaskóli myndi fjárfesta í nýjum og betri tölvum til tölvukennslu og ipödum sem krakkarnir gætu notað við námið. Tölvur eru framtíðin og því mikilvægt að kenna krökkum að nota tölvurnar meira en bara að leika sér með þær.

Tölvurar í Giljaskóla eru orðnar gamlar og gaman væri ef skólinn gæti fjárfest í nýjum tölvum eða keypt ipada eins og margir aðrir skólar eru farnir að notast mikið við. Nemendur gætu þá í auknum mæli unnið myndbandsverkefni og annað slíkt sem auðvelt er að vinna í svoleiðis tækjum því það er framtíðin.

 

Kristján Leó Arnbjörnsson 8. RK