Leikvöllur og vinaliðaverkefni í Giljaskóla

Í Giljaskóla er hægt að gera leikvöllinn enn flottari en hann er. Mér finnst mikilvægt að hafa stóran og flottan leikvöll fyrir yngri krakkana, einnig fótboltavelli.

Í Giljaskóla er fullt af leiktækjum, til dæmis kastali, rennibrautir, rólur, gervigrasvöllur, körfuboltavellir og önnur slík tæki sem er æðislegt að hafa fyrir grunnskólakrakka. Ef ég væri á yngsta stigi eða miðstigi fyndist mér gaman að hafa einhverja klifurgrindur eða klifurveggi, líkt og í Glerárskóla og Lundarskóla úti á skólalóðinni því það væri skemmtilegra fyrir krakka sem eru eldri og hafa minna gaman af rennibrautum og svoleiðis tækjum. Einnig væri gaman að hafa annan gervigrasvöll þar sem hann er vinsæll hjá krökkum í grunnskólum og væri hentugt að hafa tvo.  Mér finnst líka vanta vegasalt þar sem það var tekið einhverra hluta vegna. Krakkar í 7. bekk, aðallega stelpur, hafa ekkert gaman af frímínútum lengur vegna þess að það er ekkert að gera fyrir þær. Þegar við vorum í 7. bekk höfðum við stelpurnar ekkert að gera þegar við áttum ekki völlinn. Við löbbuðum bara hring eftir hring kringum skólann á hverjum einasta degi sem var orðið frekar þreytandi og væri kannski hægt að laga það með einhverjum hætti. Mér finnst vinaliðaverkefnið skemmtilegt og sniðugt fyrir krakka sem hafa ekkert að gera í frímínóúum og krakka sem hafa engan til þess að vera með. Verkefnið virkar þannig að 4 úr hverjum bekk  í 4. til 7. bekk stjórna leikjum. Leikirnir eru skiptir þannig að 2 aðilar stjórna leik í frímÍnútum og aðilarnir eru oftast úr sama bekk þannig að krakkar sem eru í þeirra bekk eða vinir þeirra koma oftast í leikinn hjá þeim. Yngri krakkar þora þvi sjaldan að koma og vera með. Ef það væri blanda af krökkum úr ýmsum bekkjum til að stjórna leiknum þá  væri kannski fjölbreyttari aldurshópur í leikjunum.

Þetta eru hlutir sem mér finnst að hægt sé að laga, fjölga leiktækjum og breyta vinaliðaverkefninu svo hægt sé að nýta það betur.

 

Aníta Mary Gunnlaugsd. Briem 8. HJ