Kannabisfræðsla fyrir foreldra

Núna í vor hafa forvarna- og félagsmálaráðgjafar staðið fyrir fræðslu í 10. bekk um kannabisnotkun.
Mjög misvísandi upplýsingar eru í fjölmiðlum og samfélaginu um hver skaðsemi kannabis er og því teljum við mikilvægt að vera með fræðslu sem miðast við nýjustu rannsóknir.
Mikilvægt er fyrir okkur sem berum ábyrgð á ungmennum að ræða opinskátt um frjálslegt viðhorf samfélagsins og umræðuna um lögleiðingu.
Til að auðvelda foreldrum og umsjónaraðilum barna umræðuna við þau er öllum foreldrum og umsjónaraðilum barna á unglingastigi boðið að koma mánudaginn 23. maí á 4. hæð í Rósenborg kl 17:00 á þessa fræðslu.