Íþróttir og sund

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir börn og unglinga og  eru  kostir og gallar  við íþróttakennslu í Giljaskóla.

Gallinn er  að Íþróttir eru kenndar  tvisvar í viku í 40 mínútur í senn, sem mér finnst of lítið.  Það tekur oft smá tíma að hita upp og svo þarf  kannski að útskýra hvað við eigum að gera og í lokin þurfum við að ganga frá. Þá höfum við einnungis  20 mínútur til að fara í leiki eða gera einhverjar æfingar. Betra væri ef íþróttirnar væru í 60 mínútur í stað 40 mínútna. Kostirnir eru að íþróttatímarnir eru kynjaskiptir og þeir eru mjög fjölbreyttir og skemmtilegir.

Tímarnir í sundi  eru einnig kynjaskiptir.  Sundtímarnir eru kenndir einu sinni í viku allt skólaárið  og eru strax á eftir íþróttum, sem er mjög fínt.  Sundtímarnir eru eiginlega alltaf eins , við syndum oftast 10-20 feðir,svo  stundum förum við í boðsund eða einhverja leiki. Svo eru flest allir krakkar á unglingastigi vel syntir svo mér finnst ekki nauðsynlegt að hafa sundtímana 1 sinni í viku allt árið. Ég teldi  sanngjart stelpur  væru í sundi hálfan vetur og strákar hálfan vetur  eða að hver nemandi þyrfti kannski að klára ákveðinn fjölda sundtíma á unglingastigi  þá værir þú bara búinn í  sundi fyrir fullt og allt. Svo finnst mér tíminn í klefanum svolítið stuttur þar sem við þurfum kannski þvo  okkur  um hárið, þurrka það og flýta okkur til að missa ekki af rútunni. Svo eru það prófin í sundi og íþróttum.  Mér finnst þau mjög tilgangslaus. Krakkar æfa mismunandi íþróttir. Sumir eru kannski góðir í íþróttum en ekki sundi og öfugt. Eins valda þessi próf  stressi. Nær væri að íþróttakennarar  myndu meta okkur eftir áhuga í tímunum en ekki útfrá prófunum Ég er kannski með mjög mikinn áhuga á íþróttum en mér gengur illa í prófunum.  Þannig væri sanngjarnt að meta okkur út frá tímunum.

Þetta er það sem mér finnst um íþróttakennlu í Giljaskóla. Íþróttatímarnar mættu vera í 60 mínútur. í stað 40 mínútna.  Sundtímarnir mættu vera fjölbreyttari og það væri sanngjart að vera kannski hálfan vetur í sundi á unglingastigi, þvi flestir eru jú  orðnir vel syntir.

 

Hrönn Krisjánsdóttir