ÍÞRÓTTATÍMAR OG SUNDTÍMAR Í GILJASKÓLA

Hreyfing er mikilvæg fyrir alla. Allir þurfa að hreyfa sig reglulega. Við í Giljaskóla erum með mjög góðan íþróttasal og erum í skólasundi í sundlaug Akureyrar.

Allir nemendur í Giljaskóla stunda íþróttir í íþróttasal Giljaskóla. Annað slagið fær maður að fara í fimleikasalinn en það er mjög sjaldan sem við fáum það. Það eru tveir íþróttatímar í viku og þeir eru í 40 mínútur hver og þá áttatíu mínútur á viku samtals. Það finnst mér ekki nógu mikið. Ég væri til í að það væri einn tími í viðbót á viku eða bætt 10 til 20 mínútum við tímana. Það yrði miklu skemmtilegra ef við getum gert mikið meira í íþróttartímunum. Allir krakkar í Giljaskóla myndu hreyfa sig meira. Í íþróttum hlaupum við yfirleit ferðir í byrjun tímans og það tekur svona 5 mínútur og svo segir Einvarður Jóhannsson íþróttakennari okkur hvað við erum að fara að gera og hvernig leikurinn virkar sem tekur svona 3 mínútur. Þá fáum við bara um það bil 33 mínútur í að gera eitthvað skemmtilegt eins og skotbolta eða eitthvað álíka. Mér finnst það er alls ekki nógur tími þannig það væri frábært ef það væri hægt að reyna að lengja íþróttatímann um 10 til 20 mínútur.

Síðan er það sund. Það er nauðsynlegt að kunna að synda til að bjarga sér úr allskonar aðstæðum og geta farið í sund með vinum sínum þegar maður vill. Mörgum finnst það ekkert svo gaman í skólasundi þannig það væri gaman að hafa einhvers konar keppni einu sinni og einu sinni í sundtímunum heldur en að synda bara fram og til baka. Eina sem við gerum í sundi er að fara í pottinn og svo synda 16 ferðir eða eitthvað í þeim dúr og svo förum við upp úr. Það væri skemmtilegra að við myndum synda bara 10 ferðir og fara svo í eina sundkeppni í lokin. Það myndi gera sundið skemmtilegra og fjölbreyttara.

Það sem ég er að reyna að segja í þessari grein er að það væri frábært ef íþróttatímarnir væru lengdir um nokkrar mínútur og sundtímarnir væru fjölbreyttari.

 

Bjarni Guðjón Brynjólfsson 8. RK