Íþróttakennsla í grunnskólum

Ég ætla að fjalla um íþrótta og sundkennslu í grunnskólum þar sem mér finnst hún vera mjög mikilvægt fag í skólum.

Hér í Giljaskóla er tvisvar sinnum íþróttakennsla í viku. Mér finnst íþróttakennsla mjög mikilvæg þar sem margir krakkarnir æfa ekki neitt og hreyfa sig lítið þá eru þeir að fá góða hreyfingu í skólanum. Samt finnst mér að tímarnir mættu vera allaveganna 20 mínútum lengri því oft eru nemendur rétt byrjaður að reyna á sig og þá er tíminn búinn. Mér finnskt líka að það mætti bæta við einhverri næringarfræði og bara fræði um hollan og góðan lífstíl með íþróttakennslunum því það er ekki bara nóg að hreyfa sig vel, heldur þarf að borða hollt með.

Og svo að sundinu.. í Giljaskóla er sundkennsla einu sinni í viku allt árið. Allavega í Lundarskóla er bara sund fyrir eða eftir áramót,  mér finnst það gott fyrirkomulag. Allavega fyrir unglingastigið. Mér finnst það mjög sniðugt vegna þess að allaveganna hjá okkur stelpum fer áhuginn fyrir sundi virkilega að minnka á unglingsárunum. Margar fara  að skrópa og oftast er 50 prósent eða minna af stelpunum í 9. bekk í sundi. Hægt væri að prófa að hafa sundtímana fjölbreyttari svo áhuginn yrði meiri. Einnig finnst mér vera alltof lítill tími eftir bæði sund og íþróttir, en verra þykir mér hve lítill tími er eftir íþróttir því ef við förum til dæmis 2 mínútum of seint úr íþróttum fáum við 8 mínútur í klefanum til að fara í sturtu og klæða okkur. Það er svo lítill tími að nemendur þurfa að vera rosalega fljóirt til að fá ekki seint í næsta tíma. Mér finnst að það þurfi klárlega að lengja tímann eða hafa íþróttir á undan ellefu frímínútunum til að við gætum notað þær í klefunum.

Eins og ég sagði þá finnst mér íþrótta og sundkennsla mjög mikilvæg í grunnskólum en mætti athuga hvort ekki væri hægt að bæta við einhversskonar næringarfræði með. Einnig þyrfti að kanna hvort ekki væri betra að lengja tímana í klefunum.

 

Rósa Dís Stefánsdóttir 9. SD