Íþrótta- og sundkennsla í Giljaskóla

Giljaskóli er mjög góður skóli. Þetta er tíunda árið mitt núna í Giljaskóla og ég er að verða frekar þreyttur á að gera það sama í íþróttum og sundi. Ég ætla að segja ykkur aðeins frá kostum og göllum við það.

Ég ætla að byrja á skólasundinu. Mörgum nemendum finnst mjög leiðinlegt í sundi, enda gerum við alltaf það sama. Margir nemendur eru hættir að mæta og farnir að skrópa. Sjálfum finnst mér ekkert rosa gaman í sundi. Byrjum á því að fara í pottinn, förum síðan beint út í ískalda laugina og syndum 14 – 20 ferðir og svo er tíminn búinn. Svo finnst mér líka við vera alltof oft í sundi. Það væri alveg nóg að hafa sund fyrir áramót og t.d. þá bara auka íþróttatíma eftir áramót. Það væri hægt að hafa t.d. stráka fyrir áramót og stelpur eftir áramót. Það sem mér finnst að ætti að gera er að reyna að hafa tímana fjölbreyttari og færri tíma.

Næst eru það íþróttirnar í skólanum. Það eru bæði kostir og gallar við þær. Oft finnst mér bara gaman í íþróttum en stundum mætti hafa tímanna aðeins fjölbreyttari. Við erum oft í sömu íþróttunum og erum lítið að breyta til, til dæmis erum við oft í blaki og badminton. Mér fyndist skemmtilegra ef við færum oftar í fótbolta, handbolta eða körfubolta. Mér finnst tímarnir líka of stuttir, 40 mínútur eru mjög lítill tími því helmingurinn af tímanum fer í að hita upp. Mér finnst að íþróttatímarnir eigi að vera tvöfaldur tími því þá myndum við hafa 10 mínútur fyrir og eftir tímann í klefanum, 20 mínútur í upphitun og 40 mínútur í leikjum.

Að lokum vil ég bara segja að það myndi verða betra ef íþrótta- og sundtímarnir væru fjölbreyttari. Gott væri að hafa sundtíma bara hálft skólaárið og lengja íþróttatímana.

 

Eyþór Daði Eyþórsson 10.EJ